Mercedes Benz Maybach S600 Pullman er 5,6 tonna öryggisbúr Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 10:19 Mercedes Benz Maybach S600 Pullman. Mercedes Benz hefur nú kynnt hinn eina og sanna bíl fyrir lífhrædda þjóðarleiðtoga með Mercedes Benz Maybach S600 Pullman bílnum. Þessi bíll verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Bíllinn er lengdur S-Class bíll sem er ákaflega vel brynvarður og nær svokölluðum VR9 öruggisstaðli og þolir skot úr öflugustu rifflum og allt að 15 kílógramma TNT sprengingar sem springa innan við 2 metra frá bílnum. Þessi bíll er eins og gera má ráð fyrir langt frá því ódýr og kostar eintakið 1,4 milljónir Evra, eða 180 milljónir króna. Til samanburðar kostar þessi sami bíll án brynvarnarinnar 64 milljónir, eða næstum þrisvar sinnum minna. Bílinn kalla þeir Mercedes Benz-menn “The Guard” og væntanlega gera þeir sér ekki vonir um að selja marga svona bíla. Svo mikil og þung brynvörn er í bílnum að það þarf rafdrifnar pumpur í hurðir hans til að aðstoða farþega við að opna þær. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Mercedes Benz hefur nú kynnt hinn eina og sanna bíl fyrir lífhrædda þjóðarleiðtoga með Mercedes Benz Maybach S600 Pullman bílnum. Þessi bíll verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Bíllinn er lengdur S-Class bíll sem er ákaflega vel brynvarður og nær svokölluðum VR9 öruggisstaðli og þolir skot úr öflugustu rifflum og allt að 15 kílógramma TNT sprengingar sem springa innan við 2 metra frá bílnum. Þessi bíll er eins og gera má ráð fyrir langt frá því ódýr og kostar eintakið 1,4 milljónir Evra, eða 180 milljónir króna. Til samanburðar kostar þessi sami bíll án brynvarnarinnar 64 milljónir, eða næstum þrisvar sinnum minna. Bílinn kalla þeir Mercedes Benz-menn “The Guard” og væntanlega gera þeir sér ekki vonir um að selja marga svona bíla. Svo mikil og þung brynvörn er í bílnum að það þarf rafdrifnar pumpur í hurðir hans til að aðstoða farþega við að opna þær.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent