Sport

Mayweather gefst upp á Conor McGregor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather með Justin Bieber, vini sínum.
Mayweather með Justin Bieber, vini sínum. vísir/getty
Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor.

Sturluð hugmynd en bardagi á milli þeirra hefði alltaf skapað gríðarlegar tekjur og áhuga. Eflaust eru einhverjir fegnir að það verði ekki af bardaganum.

„Ég reyndi að koma þessum bardaga á koppinn við Conor. Það gekk ekki upp og því heldur maður bara áfram með lífið,“ sagði Mayweather og hrósaði síðan sjálfum sér venju samkvæmt.

„Það er heiður að vera stærsta nafnið í MMA og hnefaleikum þó svo ég hafi lagt hanskana á hilluna.“

Conor var aldrei upptekinn af þessari hugmynd. Leyfði Mayweather að sjá um vesenið.

„Núna er Floyd að hlaupa um skrifstofur Showtime að safna peningum fyrir mig. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera. Hann er grátbiðja um þá 100 milljónir dollara sem þarf til að koma mér í hringinn. Ef hann bjargar því þá berjumst við,“ sagði Conor um miðjan ágúst.

MMA

Tengdar fréttir

Mayweather kom orðrómnum af stað

Boxarinn Floyd Mayweather neitar að útiloka þann möguleika að hann muni berjast gegn UFC-bardagakappanum Conor McGregor.

Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga

Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×