Fótboltinn kvaddur og körfuboltanum heilsað | Allt í opinni dagskrá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 13:00 Samsett mynd/Vísir Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira