Að borða eftir heimsálfum Bergur Ebbi skrifar 30. september 2016 07:00 Hver ert þú? Því er auðsvarað. Þú ert það sem þú borðar. Þú ert seríosið sem þú fékkst þér í morgun. Þú ert hafrarnir og mjólkin. Þú ert allur pakkinn. Þú ert vinna grafísku hönnuðanna sem settu skálina á gulan bakgrunninn. Þú ert hugsun markaðsfræðinganna sem ákváðu að hafa jarðarber á pakkningunum þó að það sé ekki að finna í innihaldslýsingunni. Þú ert kaupmaðurinn sem seldi þér varninginn. Þú ert bensínið á bílnum sem þurfti að brenna til að keyra í búðina. Þú ert það sem þú borðar. Það sem þú borðar eru hugsanir þínar. Það sem þú borðar eru tilfinningar þínar. Það sem þú borðar er sjálfsmynd þín. Það sem þú borðar er upplifun þín og reynsla. Það sem þú borðar er lífsstíll. Upplifun. Lífsstíll. Reynsla. Vitund. Þroski. Þú getur ekki leyft þér að borða hugsunarlaust. Þá er tilvist þín ekki rétt skráð í bækurnar. Þá ertu ekki til.Ekki borða eigin menningu Þú þarft að hafa stefnu. Þú þarft að hafa stíl. Þú getur ekki borðað upp úr gulum seríos-pakka. Þá ertu gulur kassi. Lítill kassi á lækjarbakka. Lítill kassi og dinga-linga-ling. Þú ert ekki plebbi. Þú tekur málin í eigin hendur. Þú átt líf. Þú ert með lífsstíl. Þú ert það sem þú borðar og þú ákveður hvað þú borðar og hvernig. Allur heimurinn er þín ostra. Ég legg til að þú, kæri lesandi, kynnir þér það nýjasta í þessum málum. Nú eru að koma fram veigamiklar kenningar, upprunnar í Oregon í Bandaríkjunum. Þær ganga út á að til að stuðla að sem jafnastri næringarupplifun líkamans sé best að borða mat frá öllum heimsálfum. Eins og allir vita er fjölbreytileiki og öfgaleysi það sem bæði hugur og líkami þarfnast og þess vegna er mikilvægt að kemba gresjur allra landsvæða til að ná sem mestri fjölbreytni fyrir musterið sem er líkami þinn. En maður gerir þetta ekki hvernig sem er. Þú þarft að ganga skipulega til verks og fylgja strangri áætlun til að ná að komast yfir allan heiminn. Líkami þinn á ekki skilið neitt minna en allan heiminn.Framfarir í gæðavottun Vesturlandabúar eiga að skipta almanaksári sínu upp í jöfn tímabil sem hvert gengur út á að borða aðeins mat frá tiltekinni heimsálfu. Eina heimsálfan sem leyfilegt er að undanskilja er heimsálfan sem þú býrð í. Það er heimóttarlegt að vilja troða eigin menningarsvæði inn í þá matarupplifun sem vitund þín á svo sannarlega skilið. Auk þess er það frekt gagnvart fátækari og reynsluminni íbúum þessa heims. Fyrir þig gengur verkefnið út á að borða mat frá öllum heimsálfum að Evrópu undanskilinni. Þá standa eftir sex heimsálfur: Afríka, Asía, Ástralía, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Sem er frábær tala því mánuðirnir í árinu eru tólf og því skal hverri heimsálfu vera úthlutaðir tveir mánuðir. Þetta gengur þannig fyrir sig að í mánuðunum sem tileinkaðir eru Afríku skaltu aðeins borða mat sem er frá Afríku. Það er ekki nóg að uppskriftin sé frá Afríku heldur þarf allt hráefnið ásamt hefðinni að baki matnum að vera upprunnið þaðan. Sem betur fer hefur á undanförnum árum orðið mikil þróun í gæðavottunarmálum þannig að nú er ekki lengur erfitt að fá Afríku-vottaðan mat. Það sama á reyndar við um allar hinar heimsálfurnar. Þetta fyrirkomulag er frábært. Ekki bara fyrir líkamann – sem mun sannarlega blómstra. Heldur líka fyrir íbúa fátækari heimsálfa eins og Afríku og Asíu. Það mun lyfta þeim upp að vita að þú takir þátt í þessu átaki. Það er ekki til meiri hluttekning fyrir örlögum íbúa ákveðins landsvæðis en að fylla sjálfan sig upp af því sem sprettur af jörð þess. Að borða eftir heimsálfum er ekki síður fyrir hug en líkama. Það er sannkallaður heildarpakki og lífsstíll með keimsterku upplifunarívafi.Átakið hefst á Suðurskautslandinu Samkvæmt hinni ófrávíkjanlegu hugmyndafræði skal hefja átakið (sem er reyndar ekki átak heldur lífsstíll) á Suðurskautslandinu. Það er vegna þess að Suðurskautslandið er fremst í stafrófinu á ensku (Antarctica) en reyndar það síðasta í stafrófinu meðal heimsálfa á okkar tungumáli. Það er samt hið besta mál enda í samræmi við þá reglu Herrans að þeir síðustu verða fyrstir og þeir fyrstu síðastir. Að þessu leyti má segja að náð Drottins lýsi yfir átakinu. Þau ykkar sem ekki eruð kristin getið látið nægja að fara með æðruleysisbænina. Það geta nefnilega allir borðað eftir heimsálfum, óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð eða trúar- og/eða kynupplifun. Það eiga allir að borða eftir heimsálfum og það eiga allir að byrja á Suðurskautslandinu. Á Suðurskautslandinu er engan mat að finna. Það eru ekki heldur neinar uppskriftir upprunnar frá Suðurskautslandinu. Þetta hefur verið vottað. Það er því ekki hægt að borða neitt fyrstu tvo mánuðina. Það er einnig mikilvægt að drekka ekkert í þeim mánuði sem helgaður er Suðurskautslandinu. Á Suðurskautslandinu fer hitastigið sjaldan yfir frostmark og þess vegna er þar ekkert vatn að finna í fljótandi formi. Mundu líka að sú athöfn að bræða snjó er ekki í samræmi við heimspeki átaksins. Mestu áhrif átaksins (sem er upplifun, lífsstíll og heimspekistefna en ekki átak) er að finna strax í byrjun. Þegar líkaminn missir allan mátt og deyr er hann minntur á brigðulleika tilverunnar og ósanngirni kosmósins. Mundu svo að þetta er lífsstíll með hámarks upplifun. Og muna að brosa. Maður notar færri vöðva til að mynda bros heldur en fýlusvip. Lífið er leikur. Að leika er upplifun. Upplifun er lífsstíll. Lífsstíll er stíll lífsins, leikandi létt dauðans alvara, sönn sjálfsupplifun. Gangi þér vel!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Samúel Karl Ólason Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Hver ert þú? Því er auðsvarað. Þú ert það sem þú borðar. Þú ert seríosið sem þú fékkst þér í morgun. Þú ert hafrarnir og mjólkin. Þú ert allur pakkinn. Þú ert vinna grafísku hönnuðanna sem settu skálina á gulan bakgrunninn. Þú ert hugsun markaðsfræðinganna sem ákváðu að hafa jarðarber á pakkningunum þó að það sé ekki að finna í innihaldslýsingunni. Þú ert kaupmaðurinn sem seldi þér varninginn. Þú ert bensínið á bílnum sem þurfti að brenna til að keyra í búðina. Þú ert það sem þú borðar. Það sem þú borðar eru hugsanir þínar. Það sem þú borðar eru tilfinningar þínar. Það sem þú borðar er sjálfsmynd þín. Það sem þú borðar er upplifun þín og reynsla. Það sem þú borðar er lífsstíll. Upplifun. Lífsstíll. Reynsla. Vitund. Þroski. Þú getur ekki leyft þér að borða hugsunarlaust. Þá er tilvist þín ekki rétt skráð í bækurnar. Þá ertu ekki til.Ekki borða eigin menningu Þú þarft að hafa stefnu. Þú þarft að hafa stíl. Þú getur ekki borðað upp úr gulum seríos-pakka. Þá ertu gulur kassi. Lítill kassi á lækjarbakka. Lítill kassi og dinga-linga-ling. Þú ert ekki plebbi. Þú tekur málin í eigin hendur. Þú átt líf. Þú ert með lífsstíl. Þú ert það sem þú borðar og þú ákveður hvað þú borðar og hvernig. Allur heimurinn er þín ostra. Ég legg til að þú, kæri lesandi, kynnir þér það nýjasta í þessum málum. Nú eru að koma fram veigamiklar kenningar, upprunnar í Oregon í Bandaríkjunum. Þær ganga út á að til að stuðla að sem jafnastri næringarupplifun líkamans sé best að borða mat frá öllum heimsálfum. Eins og allir vita er fjölbreytileiki og öfgaleysi það sem bæði hugur og líkami þarfnast og þess vegna er mikilvægt að kemba gresjur allra landsvæða til að ná sem mestri fjölbreytni fyrir musterið sem er líkami þinn. En maður gerir þetta ekki hvernig sem er. Þú þarft að ganga skipulega til verks og fylgja strangri áætlun til að ná að komast yfir allan heiminn. Líkami þinn á ekki skilið neitt minna en allan heiminn.Framfarir í gæðavottun Vesturlandabúar eiga að skipta almanaksári sínu upp í jöfn tímabil sem hvert gengur út á að borða aðeins mat frá tiltekinni heimsálfu. Eina heimsálfan sem leyfilegt er að undanskilja er heimsálfan sem þú býrð í. Það er heimóttarlegt að vilja troða eigin menningarsvæði inn í þá matarupplifun sem vitund þín á svo sannarlega skilið. Auk þess er það frekt gagnvart fátækari og reynsluminni íbúum þessa heims. Fyrir þig gengur verkefnið út á að borða mat frá öllum heimsálfum að Evrópu undanskilinni. Þá standa eftir sex heimsálfur: Afríka, Asía, Ástralía, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Sem er frábær tala því mánuðirnir í árinu eru tólf og því skal hverri heimsálfu vera úthlutaðir tveir mánuðir. Þetta gengur þannig fyrir sig að í mánuðunum sem tileinkaðir eru Afríku skaltu aðeins borða mat sem er frá Afríku. Það er ekki nóg að uppskriftin sé frá Afríku heldur þarf allt hráefnið ásamt hefðinni að baki matnum að vera upprunnið þaðan. Sem betur fer hefur á undanförnum árum orðið mikil þróun í gæðavottunarmálum þannig að nú er ekki lengur erfitt að fá Afríku-vottaðan mat. Það sama á reyndar við um allar hinar heimsálfurnar. Þetta fyrirkomulag er frábært. Ekki bara fyrir líkamann – sem mun sannarlega blómstra. Heldur líka fyrir íbúa fátækari heimsálfa eins og Afríku og Asíu. Það mun lyfta þeim upp að vita að þú takir þátt í þessu átaki. Það er ekki til meiri hluttekning fyrir örlögum íbúa ákveðins landsvæðis en að fylla sjálfan sig upp af því sem sprettur af jörð þess. Að borða eftir heimsálfum er ekki síður fyrir hug en líkama. Það er sannkallaður heildarpakki og lífsstíll með keimsterku upplifunarívafi.Átakið hefst á Suðurskautslandinu Samkvæmt hinni ófrávíkjanlegu hugmyndafræði skal hefja átakið (sem er reyndar ekki átak heldur lífsstíll) á Suðurskautslandinu. Það er vegna þess að Suðurskautslandið er fremst í stafrófinu á ensku (Antarctica) en reyndar það síðasta í stafrófinu meðal heimsálfa á okkar tungumáli. Það er samt hið besta mál enda í samræmi við þá reglu Herrans að þeir síðustu verða fyrstir og þeir fyrstu síðastir. Að þessu leyti má segja að náð Drottins lýsi yfir átakinu. Þau ykkar sem ekki eruð kristin getið látið nægja að fara með æðruleysisbænina. Það geta nefnilega allir borðað eftir heimsálfum, óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð eða trúar- og/eða kynupplifun. Það eiga allir að borða eftir heimsálfum og það eiga allir að byrja á Suðurskautslandinu. Á Suðurskautslandinu er engan mat að finna. Það eru ekki heldur neinar uppskriftir upprunnar frá Suðurskautslandinu. Þetta hefur verið vottað. Það er því ekki hægt að borða neitt fyrstu tvo mánuðina. Það er einnig mikilvægt að drekka ekkert í þeim mánuði sem helgaður er Suðurskautslandinu. Á Suðurskautslandinu fer hitastigið sjaldan yfir frostmark og þess vegna er þar ekkert vatn að finna í fljótandi formi. Mundu líka að sú athöfn að bræða snjó er ekki í samræmi við heimspeki átaksins. Mestu áhrif átaksins (sem er upplifun, lífsstíll og heimspekistefna en ekki átak) er að finna strax í byrjun. Þegar líkaminn missir allan mátt og deyr er hann minntur á brigðulleika tilverunnar og ósanngirni kosmósins. Mundu svo að þetta er lífsstíll með hámarks upplifun. Og muna að brosa. Maður notar færri vöðva til að mynda bros heldur en fýlusvip. Lífið er leikur. Að leika er upplifun. Upplifun er lífsstíll. Lífsstíll er stíll lífsins, leikandi létt dauðans alvara, sönn sjálfsupplifun. Gangi þér vel!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun