Michael Bisping varði titilinn á heimavelli Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. október 2016 05:34 Bisping fagnar sigri. Vísir/Getty Michael Bisping er enn millivigtarmeistari UFC eftir frábæran bardaga gegn Dan Henderson. Bisping bar sigur úr býtum gegn Dan Henderson í aðalbardaga UFC 204 í nótt. UFC 204 fór fram í Manchester í nótt en bardagi Bisping og Dan Henderson hófst kl. 5 á staðartíma í Manchester. Henderson var tvívegis nálægt því að endurtaka leikinn frá 2009 og rota Bisping en tókst ekki. Henderson kýldi Bisping niður í 1. og 2. lotu og var ansi nálægt því að klára bardagann. Bretinn Michael Bisping sýndi þó mikla seiglu og hélt sér inn í bardaganum þrátt fyrir að vera vel vankaður. Bisping naut stuðnings áhorfenda og lenti fleiri höggum en Henderson yfir loturnar fimm. Bisping stóð því uppi sem sigurvegari eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Þetta var síðasti bardagi hins 46 ára Dan Henderson eftir langan og glæsilegan feril. Henderson ávarpaði áhorfendur í lokin og þakkaði fyrir stuðninginn í gegnum árin.Gegard Mousasi átti frábæra frammistöðu er hann sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Mousasi vankaði Belfort standandi og kláraði hann svo með höggum í gólfinu.Jimi Manuwa átti svo sína bestu frammistöðu á ferlinum er hann kláraði Ovince St. Preux með rothöggi í 2. lotu. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá upphafi til enda en aðeins tveir af 11 bardögum kvöldsins fóru allar þrjár loturnar. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. 8. október 2016 20:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Michael Bisping er enn millivigtarmeistari UFC eftir frábæran bardaga gegn Dan Henderson. Bisping bar sigur úr býtum gegn Dan Henderson í aðalbardaga UFC 204 í nótt. UFC 204 fór fram í Manchester í nótt en bardagi Bisping og Dan Henderson hófst kl. 5 á staðartíma í Manchester. Henderson var tvívegis nálægt því að endurtaka leikinn frá 2009 og rota Bisping en tókst ekki. Henderson kýldi Bisping niður í 1. og 2. lotu og var ansi nálægt því að klára bardagann. Bretinn Michael Bisping sýndi þó mikla seiglu og hélt sér inn í bardaganum þrátt fyrir að vera vel vankaður. Bisping naut stuðnings áhorfenda og lenti fleiri höggum en Henderson yfir loturnar fimm. Bisping stóð því uppi sem sigurvegari eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Þetta var síðasti bardagi hins 46 ára Dan Henderson eftir langan og glæsilegan feril. Henderson ávarpaði áhorfendur í lokin og þakkaði fyrir stuðninginn í gegnum árin.Gegard Mousasi átti frábæra frammistöðu er hann sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Mousasi vankaði Belfort standandi og kláraði hann svo með höggum í gólfinu.Jimi Manuwa átti svo sína bestu frammistöðu á ferlinum er hann kláraði Ovince St. Preux með rothöggi í 2. lotu. Bardagakvöldið var frábær skemmtun frá upphafi til enda en aðeins tveir af 11 bardögum kvöldsins fóru allar þrjár loturnar. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. 8. október 2016 20:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. 8. október 2016 20:00