Chloë er enn stödd hérlendis og samkvæmt heimildum Vísis er hún mjög spennt að skoða náttúru landsins og hyggst ferðast eitthvað um landið. Þá snæddi hún á veitingastaðnum Mat og Drykk í gærkvöldi ásamt Björk og fleiri vinum sínum sem dvelja hérlendis. Sevigny hefur verið að deila ævintýrum sínum hérlendis á Instagram síðu sinni.
