Finnar ósáttir við sigurmark Íslands: „Ég er svo fúll núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 22:15 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52