Minnkandi bílasala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 16:31 Þétt bílaumferð í Bandaríkjunum. Bílasala í Bandaríkjunum minnkaði um 0,7% á milli ára í nýliðnum september og seldust 1.434.000 bílar. Bílasala vestanhafs var mjög góð í fyrra og þessi örlítið minnkandi bílasala telst vart mikið áhyggjuefnis en mjög hefur þó hægt á vextinum í ár miðað við síðasta ár. Enn er 0,3% vöxtur í bílasölunni ef fyrstu 9 mánuðir ársins eru lagðir saman. Samdráttur var hjá hinum þremur stóru bandarísku framleiðendum GM, Ford og Fiat Chrysler, sem og Honda en vöxtur var hjá Toyota og Nissan. Sala Toyota jókst um 1,5% en 4,9% hjá Nissan. Af öðrum framleiðendum sem gekk vel má nefna 3,5% aukningu hjá Subaru, 3,6% hjá Mercedes Benz og 1,6% hjá Audi. Salan hjá BMW minnkaði hinsvegar um 4,6%, en mestur samdráttur á meðal stórra framleiðenda varð hjá Ford, eða 8,1%. Eftir niðurstöður septembermánaðar hljóðar ársspáin uppá 17,74 milljón bíla sölu, sem er enn yfir 17,5 milljón bíla spánni frá upphafi árs. Bílasala í september og reyndar undanfarna mánuði í Bandaríkjunum hefur litast mjög af auknum afsláttum á bílum og viðhalda þeir áframhaldandi ágætri sölu. Í fyrra varð aukning hjá svo til öllum framleiðendum en nú snýst slagurinn á milli framleiðenda um aukna eða minnkandi markaðshlutdeild og virðist sem erlendir bílaframleiðendur hafi sífellt betur í samanburði við þá innlendu. Er nú svo komið að Toyota er orðinn stærri bílasali í Bandaríkjunum en Fiat Chrysler og aðeins GM og Ford eru stærri. Honda er svo í fjórða sæti, Nissan í því fimmta og Hyundai/Kia í því sjötta. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent
Bílasala í Bandaríkjunum minnkaði um 0,7% á milli ára í nýliðnum september og seldust 1.434.000 bílar. Bílasala vestanhafs var mjög góð í fyrra og þessi örlítið minnkandi bílasala telst vart mikið áhyggjuefnis en mjög hefur þó hægt á vextinum í ár miðað við síðasta ár. Enn er 0,3% vöxtur í bílasölunni ef fyrstu 9 mánuðir ársins eru lagðir saman. Samdráttur var hjá hinum þremur stóru bandarísku framleiðendum GM, Ford og Fiat Chrysler, sem og Honda en vöxtur var hjá Toyota og Nissan. Sala Toyota jókst um 1,5% en 4,9% hjá Nissan. Af öðrum framleiðendum sem gekk vel má nefna 3,5% aukningu hjá Subaru, 3,6% hjá Mercedes Benz og 1,6% hjá Audi. Salan hjá BMW minnkaði hinsvegar um 4,6%, en mestur samdráttur á meðal stórra framleiðenda varð hjá Ford, eða 8,1%. Eftir niðurstöður septembermánaðar hljóðar ársspáin uppá 17,74 milljón bíla sölu, sem er enn yfir 17,5 milljón bíla spánni frá upphafi árs. Bílasala í september og reyndar undanfarna mánuði í Bandaríkjunum hefur litast mjög af auknum afsláttum á bílum og viðhalda þeir áframhaldandi ágætri sölu. Í fyrra varð aukning hjá svo til öllum framleiðendum en nú snýst slagurinn á milli framleiðenda um aukna eða minnkandi markaðshlutdeild og virðist sem erlendir bílaframleiðendur hafi sífellt betur í samanburði við þá innlendu. Er nú svo komið að Toyota er orðinn stærri bílasali í Bandaríkjunum en Fiat Chrysler og aðeins GM og Ford eru stærri. Honda er svo í fjórða sæti, Nissan í því fimmta og Hyundai/Kia í því sjötta.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent