Einn sem tikkar í öll boxin Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 10:45 Úlfur í sauðagæru Skoda Octavia VRS. Reynsluakstur – Skoda Octavia VRS Skoda Octavia hefur á undanförnum árum verið einn söluhæsta eina bílgerð hér á landi og var sú mest selda til að mynda í fyrra. Skoda Octavia er til í allmörgum útfærslum, sem langbakur og sedan-bíll, með bensínvélum, dísilvélum og bíl sem brennir metani og bensíni, sem upphækkuð Scout útfærsla og í sportlegum kraftaútgáfum með stafina VRS. Sá nýjasti í þeirri flóru er knúinn öflugri dísilvél og er kominn í sölu hjá Heklu. Þessi útgáfa Octavia er allrar athygli verð, ekki síst fyrir samsetningu mikils afls en í leiðinni lágrar eyðslu. VRS útgáfur Octavia eru bæði lægri á vegi og meira fyrir augað en grunngerðirnar, en engu að síður er útlit hans fremur lágstemmt. Margar aðrar kraftaútgáfur vinsælla fólksbíla skera sig meira frá grunngerðunum og eru með grimmara og sportlegra útliti en þessi bíll. Það er þó eitt af því sem er sjarmerandi við þennan bíl, hann er ekki að þykjast vera eitthvað sem hann er ekki, öllu heldur er hann fremur úlfur í sauðagæru og það leyðist fæstum bílaáhugamönnum.Mikið afl, lítil eyðsla og fullt af plássiÞað er nefnilega alls ekki slæmt að fá í einum bíl 5 manna fjölskyldubíl með 590 lítra flutningsrými sem er innan við 8 sekúndur í hundraðið og eyðir samt aðeins 4,7 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra. Þannig er Skoda Octavia vRS með 2,0 lítra díslvél, en hún skilar 184 hestöflum gegnum frábæra 7 gíra DSG sjálfskiptingu. Hann má einnig fá fjórhjóladrifinn og að sjálfsögðu í sedan-útfærslu líka og einnig beinskiptan ef spara skal aurinn. Reynslukastursbíllinn var sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn langbakur og þannig búinn kostar hann 5.990.000 kr. en í sinni ódýrustu mynd, þ.e. sem sedan bíll með framhjóladrifi og beinskiptur kostar hann 4.990.000 kr. Það er lægra verð en á 220 hestafla bensínbílnum, sem kostar frá 5.290.000 kr. Rétt er þó að taka fram að Octavia vRS með bensínvélinni er nokkru snarpari og fer sprettinn í 100 á 6,8 sekúndum. Víða erlendis er dísilbíllinn dýrari, en sökum mengunartengdra vörugjalda hérlendis er dísilútgáfan ódýrari hér. Talsvert stífari fjöðrunSportlegu VRS-útgáfur Octavia eru með stífari fjöðrun en grunngerðirnar og það finnst strax við akstur sem er öllu harðari en maður á að venjast við akstur hefðbundins Octavia. Enda er í undirvagni hans samskonar fjöðrunarkerfi og er undir Volkswagen Golf GTI og ekki leiðum að líkjast þar. Fyrir vikið er bíllinn samt mun hæfari til hressilegs aksturs og heilmikið öktæki sem gaman er að leika sér að. Hann svínliggur á vegi og beinlínis vill láta aka sér hratt og fimlega fer hann með það. Hér er því kominn bíll sem bæði skemmtir ökumanni en er í leiðinni fær um að taka alla fjölskylduna með og heilmikið af farangri. Alls ekki skemmir að í bílnum eru sportsæti sem halda vel utanum ökumann og falleg eru þau að auki. Sem aukabúnað má fá í bílinn stillanlega fjöðrun og mýkja hana ef aksturinn á að vera þægilegur. En freistandi er þó æði oft að læða puttunum í Sport-stillinguna.Bíll sem sameinar svo margt gottAð innan er Skoda Octavia VRS í fæstu frábrugðinn grunngerð Octavia og fremur látlaus innrétting hans er þó afar stílhrein og skilvirk. Skoda mætti þó nota aðeins bjartari liti í mælaborð hans og bíllinn er fyrir vikið dálítið dökkur að innnan en í reynsluakstursbílnum voru svört leðursæti að auki, reyndar hrikalega flott, en innréttingin öll svört. Sumum finnst það flott en ég kýs bjartari liti sem lífga uppá. Sem fyrr í Skoda virðist allt afar vel smíðað og ekki vantar sniðugar lausnir í innréttingu hans og nóg af hólfum og plássi fyrir drykkjarföng. Skoda Octavia VRS er bíll sem sameinar svo margt á afar viðráðanlegu verði. Hann er í senn sportbíll, stór fjölskyldubíll, bíll sem þekktur er fyrir góða endingu, litla bilanatíðni, góður í endursölu og fékk að auki 5 stjörnur í öryggisprófunum NCAP. Fyrir vikið er óhætt að mæla með þessum fjölhæfa bíl, hann er bara svo miklu meira en flestir hefðbundnir fólksbílar, en samt á svipuðu verði.Kostir: Rými, aksturseiginleikar, verðÓkostir: Hófstillt útlit, dökk innrétting 2,0 l. dísilvél, 184 hestöfl Framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 226 km/klst Verð frá: 4.990.000 kr. Umboð: HeklaFjári laglegur bíll.Mjög stórt farangursrými.Vel útfærð innrétting en kannski full svört.7 gíra DSG-sjálfskiptingin er frábær. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Reynsluakstur – Skoda Octavia VRS Skoda Octavia hefur á undanförnum árum verið einn söluhæsta eina bílgerð hér á landi og var sú mest selda til að mynda í fyrra. Skoda Octavia er til í allmörgum útfærslum, sem langbakur og sedan-bíll, með bensínvélum, dísilvélum og bíl sem brennir metani og bensíni, sem upphækkuð Scout útfærsla og í sportlegum kraftaútgáfum með stafina VRS. Sá nýjasti í þeirri flóru er knúinn öflugri dísilvél og er kominn í sölu hjá Heklu. Þessi útgáfa Octavia er allrar athygli verð, ekki síst fyrir samsetningu mikils afls en í leiðinni lágrar eyðslu. VRS útgáfur Octavia eru bæði lægri á vegi og meira fyrir augað en grunngerðirnar, en engu að síður er útlit hans fremur lágstemmt. Margar aðrar kraftaútgáfur vinsælla fólksbíla skera sig meira frá grunngerðunum og eru með grimmara og sportlegra útliti en þessi bíll. Það er þó eitt af því sem er sjarmerandi við þennan bíl, hann er ekki að þykjast vera eitthvað sem hann er ekki, öllu heldur er hann fremur úlfur í sauðagæru og það leyðist fæstum bílaáhugamönnum.Mikið afl, lítil eyðsla og fullt af plássiÞað er nefnilega alls ekki slæmt að fá í einum bíl 5 manna fjölskyldubíl með 590 lítra flutningsrými sem er innan við 8 sekúndur í hundraðið og eyðir samt aðeins 4,7 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra. Þannig er Skoda Octavia vRS með 2,0 lítra díslvél, en hún skilar 184 hestöflum gegnum frábæra 7 gíra DSG sjálfskiptingu. Hann má einnig fá fjórhjóladrifinn og að sjálfsögðu í sedan-útfærslu líka og einnig beinskiptan ef spara skal aurinn. Reynslukastursbíllinn var sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn langbakur og þannig búinn kostar hann 5.990.000 kr. en í sinni ódýrustu mynd, þ.e. sem sedan bíll með framhjóladrifi og beinskiptur kostar hann 4.990.000 kr. Það er lægra verð en á 220 hestafla bensínbílnum, sem kostar frá 5.290.000 kr. Rétt er þó að taka fram að Octavia vRS með bensínvélinni er nokkru snarpari og fer sprettinn í 100 á 6,8 sekúndum. Víða erlendis er dísilbíllinn dýrari, en sökum mengunartengdra vörugjalda hérlendis er dísilútgáfan ódýrari hér. Talsvert stífari fjöðrunSportlegu VRS-útgáfur Octavia eru með stífari fjöðrun en grunngerðirnar og það finnst strax við akstur sem er öllu harðari en maður á að venjast við akstur hefðbundins Octavia. Enda er í undirvagni hans samskonar fjöðrunarkerfi og er undir Volkswagen Golf GTI og ekki leiðum að líkjast þar. Fyrir vikið er bíllinn samt mun hæfari til hressilegs aksturs og heilmikið öktæki sem gaman er að leika sér að. Hann svínliggur á vegi og beinlínis vill láta aka sér hratt og fimlega fer hann með það. Hér er því kominn bíll sem bæði skemmtir ökumanni en er í leiðinni fær um að taka alla fjölskylduna með og heilmikið af farangri. Alls ekki skemmir að í bílnum eru sportsæti sem halda vel utanum ökumann og falleg eru þau að auki. Sem aukabúnað má fá í bílinn stillanlega fjöðrun og mýkja hana ef aksturinn á að vera þægilegur. En freistandi er þó æði oft að læða puttunum í Sport-stillinguna.Bíll sem sameinar svo margt gottAð innan er Skoda Octavia VRS í fæstu frábrugðinn grunngerð Octavia og fremur látlaus innrétting hans er þó afar stílhrein og skilvirk. Skoda mætti þó nota aðeins bjartari liti í mælaborð hans og bíllinn er fyrir vikið dálítið dökkur að innnan en í reynsluakstursbílnum voru svört leðursæti að auki, reyndar hrikalega flott, en innréttingin öll svört. Sumum finnst það flott en ég kýs bjartari liti sem lífga uppá. Sem fyrr í Skoda virðist allt afar vel smíðað og ekki vantar sniðugar lausnir í innréttingu hans og nóg af hólfum og plássi fyrir drykkjarföng. Skoda Octavia VRS er bíll sem sameinar svo margt á afar viðráðanlegu verði. Hann er í senn sportbíll, stór fjölskyldubíll, bíll sem þekktur er fyrir góða endingu, litla bilanatíðni, góður í endursölu og fékk að auki 5 stjörnur í öryggisprófunum NCAP. Fyrir vikið er óhætt að mæla með þessum fjölhæfa bíl, hann er bara svo miklu meira en flestir hefðbundnir fólksbílar, en samt á svipuðu verði.Kostir: Rými, aksturseiginleikar, verðÓkostir: Hófstillt útlit, dökk innrétting 2,0 l. dísilvél, 184 hestöfl Framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 7,6 sek. Hámarkshraði: 226 km/klst Verð frá: 4.990.000 kr. Umboð: HeklaFjári laglegur bíll.Mjög stórt farangursrými.Vel útfærð innrétting en kannski full svört.7 gíra DSG-sjálfskiptingin er frábær.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent