Hluthafar í Volkswagen vilja 1.055 milljarða í bætur Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 10:29 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent
Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent