Taka upp heimildamynd um víkingaklappið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein