Að vera ekki … er það málið? Ólafur Arnarson skrifar 19. október 2016 07:00 Um næstu mánaðamót gerist það í fyrsta sinn að einungis líða nokkrir dagar milli þingkosninga á Íslandi og þing- og forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur kosningabaráttan verið fremur dauf og stendur í raun aðeins í örfáar vikur en vestra eru menn búnir að vera í kosningagír í meira en ár. Raunar segja margir að í Bandaríkjunum standi ávallt yfir kosningabarátta þar sem kjörtímabilið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er einungis tvö ár. Útlit er fyrir að kosningarnar í báðum löndum verði sögulegar. Hér á Íslandi er hinn svonefndi fjórflokkur kominn með fylgi niður undir helming kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Píratar mælast stundum stærstir og stundum Sjálfstæðisflokkurinn, gamli turninn sem hefur gnæft yfir önnur stjórnmálaöfl nær samfellt frá því að hann var stofnaður. Framsókn má muna sinn fífil fegri og Samfylkingin, breiðfylking jafnaðarmanna, stefnir í svipað fylgi og Alþýðuflokkurinn gamli fékk á 8. áratug síðustu aldar eftir 12 ára viðreisnarstjórn og hrun síldarstofnsins. Af gömlu flokkunum er það aðeins VG sem má vel við una og það jafnvel mjög vel. Píratar keppa um gullið við Sjálfstæðisflokkinn og Björt framtíð, sem fyrir örfáum vikum virtist vera að þurrkast út, er nú á góðri siglingu af einni ástæðu. Björt framtíð stóð með íslenskum neytendum þegar ný búvörulög voru keyrð í gegnum þingið. Flestir aðrir ypptu öxlum þannig að gríðarlegar álögur voru settar á herðar skattgreiðenda til tíu ára og tryggt með höftum og verndartollum að íslenskir neytendur munu áfram greiða hæsta verð í Evrópu fyrir matarkörfuna, sem enginn kemst hjá að kaupa. Hefði stjórnarandstaðan staðið saman vörnina fyrir neytendur hefði þurft fleiri en þau 19 atkvæði sem búvörulögin voru samþykkt með. Viðreisn er nánast sem rif úr síðu Sjálfstæðisflokksins og einhverjir segja að með framboði Viðreisnar hafi Sjálfstæðisflokkurinn í raun klofnað í frumeindir sínar, Frjálslynda flokkinn og Íhaldsflokkinn, sem sameinuðust 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Sé þetta svo má búast við að sættir takist fljótlega því það hentar sjálfstæðismönnum illa að vera í tveimur litlum flokkum þegar þeir geta verið í einum stórum. Viðreisn nýtur þess í könnunum að vera ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Kjósendur kenna Sjálfstæðisflokknum, með réttu eða röngu, um ýmislegt sem miður þykir hafa farið hér á landi og þá ekki síst hrunið, sem hér varð 2008. Áferð Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins er svipuð, þegar litið er yfir framboðslista flokkanna, en Viðreisn heitir ekki Sjálfstæðisflokkurinn.Helsti styrkurinn Píratar njóta þess líka að þeir eru ekki hluti af fjórflokknum. Þeir hafa verið gagnrýndir, sumpart að ósekju, fyrir að hafa ekki sett fram skýra stefnu í helstu málum og vera því sem næst óskrifað blað. En kjósendum finnst það bersýnilega allt í lagi. Stór hluti kjósenda er bara mjög sáttur við að kjósa óskrifað blað fremur en þá flokka sem stjórnað hafa landinu síðustu 100 árin eða svo. Þannig er það helsti styrkur Pírata að þeir eru ekki gömlu flokkarnir. Hér erum við komin að því sem er líkt með kosningunum hér og í Bandaríkjunum. Nú bendir allt til að Hillary Clinton verði kosin forseti Bandaríkjanna. Hillary er ekki vinsæll stjórnmálamaður. Hún er tortryggð og ætti líkast til litla möguleika á kjöri undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Donald Trump er hins vegar án efa kostulegasti forsetaframbjóðandi sem sést hefur í rótgrónu lýðræðisríki. Hann er algerlega ókjósanlegur en mælist samt með um 40 prósenta fylgi á móti Hillary Clinton. Hillary verður kosin af þeirri ástæðu að hún er ekki Donald Trump. Og það verður vissulega söguleg kosning, þegar fyrsta konan tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum. Og hér á Íslandi er það helsti kostur Pírata að þeir eru ekki fjórflokkurinn. Niðurstöður kosninganna hér og vestra ráðast sem sagt af því sem frambjóðendur eru ekki fremur en því sem þeir eru. Athyglisvert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Um næstu mánaðamót gerist það í fyrsta sinn að einungis líða nokkrir dagar milli þingkosninga á Íslandi og þing- og forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur kosningabaráttan verið fremur dauf og stendur í raun aðeins í örfáar vikur en vestra eru menn búnir að vera í kosningagír í meira en ár. Raunar segja margir að í Bandaríkjunum standi ávallt yfir kosningabarátta þar sem kjörtímabilið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er einungis tvö ár. Útlit er fyrir að kosningarnar í báðum löndum verði sögulegar. Hér á Íslandi er hinn svonefndi fjórflokkur kominn með fylgi niður undir helming kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Píratar mælast stundum stærstir og stundum Sjálfstæðisflokkurinn, gamli turninn sem hefur gnæft yfir önnur stjórnmálaöfl nær samfellt frá því að hann var stofnaður. Framsókn má muna sinn fífil fegri og Samfylkingin, breiðfylking jafnaðarmanna, stefnir í svipað fylgi og Alþýðuflokkurinn gamli fékk á 8. áratug síðustu aldar eftir 12 ára viðreisnarstjórn og hrun síldarstofnsins. Af gömlu flokkunum er það aðeins VG sem má vel við una og það jafnvel mjög vel. Píratar keppa um gullið við Sjálfstæðisflokkinn og Björt framtíð, sem fyrir örfáum vikum virtist vera að þurrkast út, er nú á góðri siglingu af einni ástæðu. Björt framtíð stóð með íslenskum neytendum þegar ný búvörulög voru keyrð í gegnum þingið. Flestir aðrir ypptu öxlum þannig að gríðarlegar álögur voru settar á herðar skattgreiðenda til tíu ára og tryggt með höftum og verndartollum að íslenskir neytendur munu áfram greiða hæsta verð í Evrópu fyrir matarkörfuna, sem enginn kemst hjá að kaupa. Hefði stjórnarandstaðan staðið saman vörnina fyrir neytendur hefði þurft fleiri en þau 19 atkvæði sem búvörulögin voru samþykkt með. Viðreisn er nánast sem rif úr síðu Sjálfstæðisflokksins og einhverjir segja að með framboði Viðreisnar hafi Sjálfstæðisflokkurinn í raun klofnað í frumeindir sínar, Frjálslynda flokkinn og Íhaldsflokkinn, sem sameinuðust 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Sé þetta svo má búast við að sættir takist fljótlega því það hentar sjálfstæðismönnum illa að vera í tveimur litlum flokkum þegar þeir geta verið í einum stórum. Viðreisn nýtur þess í könnunum að vera ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Kjósendur kenna Sjálfstæðisflokknum, með réttu eða röngu, um ýmislegt sem miður þykir hafa farið hér á landi og þá ekki síst hrunið, sem hér varð 2008. Áferð Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins er svipuð, þegar litið er yfir framboðslista flokkanna, en Viðreisn heitir ekki Sjálfstæðisflokkurinn.Helsti styrkurinn Píratar njóta þess líka að þeir eru ekki hluti af fjórflokknum. Þeir hafa verið gagnrýndir, sumpart að ósekju, fyrir að hafa ekki sett fram skýra stefnu í helstu málum og vera því sem næst óskrifað blað. En kjósendum finnst það bersýnilega allt í lagi. Stór hluti kjósenda er bara mjög sáttur við að kjósa óskrifað blað fremur en þá flokka sem stjórnað hafa landinu síðustu 100 árin eða svo. Þannig er það helsti styrkur Pírata að þeir eru ekki gömlu flokkarnir. Hér erum við komin að því sem er líkt með kosningunum hér og í Bandaríkjunum. Nú bendir allt til að Hillary Clinton verði kosin forseti Bandaríkjanna. Hillary er ekki vinsæll stjórnmálamaður. Hún er tortryggð og ætti líkast til litla möguleika á kjöri undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Donald Trump er hins vegar án efa kostulegasti forsetaframbjóðandi sem sést hefur í rótgrónu lýðræðisríki. Hann er algerlega ókjósanlegur en mælist samt með um 40 prósenta fylgi á móti Hillary Clinton. Hillary verður kosin af þeirri ástæðu að hún er ekki Donald Trump. Og það verður vissulega söguleg kosning, þegar fyrsta konan tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum. Og hér á Íslandi er það helsti kostur Pírata að þeir eru ekki fjórflokkurinn. Niðurstöður kosninganna hér og vestra ráðast sem sagt af því sem frambjóðendur eru ekki fremur en því sem þeir eru. Athyglisvert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun