Lífið

Heimkoma Keikó og handritanna í lýsingu Gumma Ben og Sigurbjörns Árna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr útsendingunni í kvöld. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Skjáskot úr útsendingunni í kvöld. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Óhætt er að segja að félagarnir Gummi Ben og Sigurbjörn Árni Arngrímsson hafi farið á kostum í þættinum Íþróttir í 50 ár á RÚV í kvöld. Í þættinum var rifjuð upp íþróttaumfjöllun í sjónvarpi hér á landi undanfarna fimm áratugi.

Botn var sleginn í þáttinn með því að fá fyrrnefnt tvíeyki til að lýsa mörgum af eftirminnilegustu augnabilkunum í sögu Íslands. Heimkoma handritanna, fundurinn í Höfða og Keikó voru á meðal atburðanna sem félagarnir lýstu.

Gummi Ben er löngu orðinn þjóðargersemi þegar kemur að lýsingum á knattspyrnuviðburðunum og öðlaðist raunar heimsfrægð fyrir frammistöðu sína á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sigurbjörn Árni hefur í yfir áratug gert útsendingar frá frjálsíþróttaviðburðum enn skemmtilegri með fróðleik og lifandi lýsingum

Lýsinguna má sjá hér að neðan af Twitter-síðu RÚV.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×