Fulli frændinn Logi Bergmann skrifar 15. október 2016 07:00 Það er svo ótrúlegt að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. Hvað sem menn geta sagt um þetta furðulega land, þá eru Bandaríkin mikið lýðræðisríki. Kannski ekki alveg jafn mikið og þeir sjálfir vilja meina, en fólk kýs leiðtoga sína og hefur þannig eitthvað um það að segja hvað gerist í stjórnkerfinu. Þess vegna er svo ótrúlegt að sjá, að samkvæmt könnunum ætla fjórir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að kjósa Donald Trump. Og það eftir allar þessar uppákomur, öll axarsköftin og allt mannhatrið sem streymir frá honum. Hann er eins og fulli frændinn á ættarmótinu sem er alla að drepa úr leiðindum en enginn kann alveg beint við að reka hann út eða segja honum að halda kjafti. Á meðan heldur hann áfram að skandalisera og klípa konur í rassinn. Af því að enginn segir neitt. Hvað segir það um þjóðfélag þegar svona gerist? Hvernig getur það gerst að eitt stærsta stjórnmálaafl í heimi ákveði að þessi sérfræðingur eigi að vera fulltrúi þeirra í baráttu um valdamesta embætti heimsins? Ég hef ekki tekið mikið mark á því þegar fólk byrjar að tala um forheimskandi fjölmiðla, skort á gagnrýninni hugsun og almennum bjánaháttum nútímamannsins. En þessi niðurstaða fær mann til að hugsa um það hvort það sé ekki allt í lagi með fólk?Til hamingju Bandaríkin Það er eins og hann sé karakter í raunveruleikasjónvarpi, nokkurs konar amerísk útgáfa af Silvíu Nótt. Framboðið sem langdregið próf á bandarísku þjóðina til að átta sig á hvað hún láti bjóða sér þetta lengi. Og það er fyrst síðustu daga sem mælirinn hefur náð að fyllast og brandarinn hefur runnið sitt skeið. En það er líka annað sem þetta hefur kennt okkur, jafnt um fjölmiðla sem samfélagið. Vegna stöðu hans, sem frambjóðandi risaflokks, höldum við áfram að hlusta á hann tala. Í krafti stöðu sinnar fær hann að vaða í gegnum kappræður eftir kappræður í misskilinni kurteisi í stað þess að einhver segi bara við hann: Þú ert fáviti og við nennum ekki að hlusta á þig lengur! En það sem við skiljum kannski sem meðvirkni er í raun lýðræðið. Hann á rétt á því að tala svona og við höfum gott af því að vera minnt á að til er svona fólk. Og ekki síður að gera okkur grein fyrir því að stór hluti samþykkir viðhorf hans og jafnvel berst fyrir hann í þessum (vonandi) löngu tapaða slag. Þó að það sé engu líkara en að hann hafi sjálfur gefist upp. Undirbýr sig ekkert, heldur gubbar bara einhverjum svívirðingum um andstæðinga sína og stendur svo glottandi á sviðinu. Stundum óttast ég að við, í bómull pólitískrar rétthugsunar, gleymum því að það er til fólk sem er ósammála okkur og heldur jafnvel fram skoðunum sem við myndum segja að væru óhugsandi hjá einhverjum í valdastöðu.Ekkert skárri Það er áhugavert, og reyndar líka dapurlegt, að heyra hvernig sumir karlar tala Hillary Clinton niður. Lauma með hálfkveðnum vísum um hvernig hún sé bara atvinnupólitíkus og framlenging af manninum sínum. Í besta falli að hún sé ekkert skárri en Trump. Hann komi þó að minnsta kosti einhverju í verk. Kannski þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Trump tapar (vonandi) bara og hverfur með skottið milli lappanna. Og eftir nokkur ár getum við hlegið að þessu. En af því að ég þarf alltaf að líta á þessar óþolandi björtu hliðar, þá má ekki gleyma því að það góða sem fylgir svona framboðum er að fólk vaknar, lætur til sín taka og tekur afstöðu gegn þessu. Meðan svo er þurfum við (vonandi) ekki að hafa miklar áhyggjur af fulla frændanum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Logi Bergmann Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun
Það er svo ótrúlegt að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. Hvað sem menn geta sagt um þetta furðulega land, þá eru Bandaríkin mikið lýðræðisríki. Kannski ekki alveg jafn mikið og þeir sjálfir vilja meina, en fólk kýs leiðtoga sína og hefur þannig eitthvað um það að segja hvað gerist í stjórnkerfinu. Þess vegna er svo ótrúlegt að sjá, að samkvæmt könnunum ætla fjórir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að kjósa Donald Trump. Og það eftir allar þessar uppákomur, öll axarsköftin og allt mannhatrið sem streymir frá honum. Hann er eins og fulli frændinn á ættarmótinu sem er alla að drepa úr leiðindum en enginn kann alveg beint við að reka hann út eða segja honum að halda kjafti. Á meðan heldur hann áfram að skandalisera og klípa konur í rassinn. Af því að enginn segir neitt. Hvað segir það um þjóðfélag þegar svona gerist? Hvernig getur það gerst að eitt stærsta stjórnmálaafl í heimi ákveði að þessi sérfræðingur eigi að vera fulltrúi þeirra í baráttu um valdamesta embætti heimsins? Ég hef ekki tekið mikið mark á því þegar fólk byrjar að tala um forheimskandi fjölmiðla, skort á gagnrýninni hugsun og almennum bjánaháttum nútímamannsins. En þessi niðurstaða fær mann til að hugsa um það hvort það sé ekki allt í lagi með fólk?Til hamingju Bandaríkin Það er eins og hann sé karakter í raunveruleikasjónvarpi, nokkurs konar amerísk útgáfa af Silvíu Nótt. Framboðið sem langdregið próf á bandarísku þjóðina til að átta sig á hvað hún láti bjóða sér þetta lengi. Og það er fyrst síðustu daga sem mælirinn hefur náð að fyllast og brandarinn hefur runnið sitt skeið. En það er líka annað sem þetta hefur kennt okkur, jafnt um fjölmiðla sem samfélagið. Vegna stöðu hans, sem frambjóðandi risaflokks, höldum við áfram að hlusta á hann tala. Í krafti stöðu sinnar fær hann að vaða í gegnum kappræður eftir kappræður í misskilinni kurteisi í stað þess að einhver segi bara við hann: Þú ert fáviti og við nennum ekki að hlusta á þig lengur! En það sem við skiljum kannski sem meðvirkni er í raun lýðræðið. Hann á rétt á því að tala svona og við höfum gott af því að vera minnt á að til er svona fólk. Og ekki síður að gera okkur grein fyrir því að stór hluti samþykkir viðhorf hans og jafnvel berst fyrir hann í þessum (vonandi) löngu tapaða slag. Þó að það sé engu líkara en að hann hafi sjálfur gefist upp. Undirbýr sig ekkert, heldur gubbar bara einhverjum svívirðingum um andstæðinga sína og stendur svo glottandi á sviðinu. Stundum óttast ég að við, í bómull pólitískrar rétthugsunar, gleymum því að það er til fólk sem er ósammála okkur og heldur jafnvel fram skoðunum sem við myndum segja að væru óhugsandi hjá einhverjum í valdastöðu.Ekkert skárri Það er áhugavert, og reyndar líka dapurlegt, að heyra hvernig sumir karlar tala Hillary Clinton niður. Lauma með hálfkveðnum vísum um hvernig hún sé bara atvinnupólitíkus og framlenging af manninum sínum. Í besta falli að hún sé ekkert skárri en Trump. Hann komi þó að minnsta kosti einhverju í verk. Kannski þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Trump tapar (vonandi) bara og hverfur með skottið milli lappanna. Og eftir nokkur ár getum við hlegið að þessu. En af því að ég þarf alltaf að líta á þessar óþolandi björtu hliðar, þá má ekki gleyma því að það góða sem fylgir svona framboðum er að fólk vaknar, lætur til sín taka og tekur afstöðu gegn þessu. Meðan svo er þurfum við (vonandi) ekki að hafa miklar áhyggjur af fulla frændanum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.