Lífið

Húsráð: Næstbestu leiðirnar til að nota smokkana þína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar leiðir til að nota smokkinn í.
Skemmtilegar leiðir til að nota smokkinn í.
Smokkurinn er ein vinsælasta getnaðarvörn heims í dag. Hann ver fólk sem stundar kynlíf frá kynsjúkdómum og kemur í veg fyrir þungun.

Smokkar eru úr mjög sterku gúmmíi og þarf mikið til að þeir rifni. Hægt er að nota þessa vörur í allskonar önnur verkefni og getur smokkurinn brugðið sér í mörg önnur hlutverk.

Á Facebook-síðunni Top-Tip má finna myndband þar búið er að klippa saman allskyns leiðir til að nota smokkinn á óhefðbundinn hátt.

Þar kemur meðal annars fram að hægt sé að gera símann þinn vatnsheldan, pússa leðurskó, búa um sár og margt fleira.

Tengdar fréttir

Húsráð Vísis: Snjallræði til að loka plastpokum

Plastpokatappi! Ýmsir kannast við þá þreyttu þraut að reyna að loka plastpoka en í honum er of mikið til að hægt sé með góðu móti að hnýta hnút. Hér er ráð við því.

Húsráð: Ein brauðsneið ver þig fyrir glerbrotum

Það kannast allir við það að missa glas á gólfið og það brotnar. Það getur verið heljarinnar vesen að þrífa upp eftir slíkt atvik og stundum á það til að gerast að fólk hreinlega sker sig við það.

Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma

Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu sem gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk.

Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus

Mikil gasmengun hefur mælst á Höfn í Hornafirði seinustu daga en gasmælir þar varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara Björk Sigurðardóttir fékk hins vegar hugmynd að nýjum gasmæli sem aldrei verður batteríslaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.