Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 83-104 | Ljónin átu lömbin í Fjárhúsinu Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 13. október 2016 21:45 Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var sterkur í kvöld. vísir/anton Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli er það sótti Hólmara heim í Fjárhúsið. Snæfell hélt í við Njarðvík í einn og hálfan leikhluta en svo var dagskránni lokið. Njarðvík átti frábærar lokamínútur í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum í hálfleik, 36-55. Munurinn á liðunum var það mikill að síðari hálfleikur var nánast formsatriði. Það var hann vissulega og Njarðvík er komið á blað í deildinni en Snæfell er enn án stiga. Snæfell reyndi allt hvað liðið gat en getumunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill. Veturinn á eftir að verða langur og ákaflega lærdómsríkur fyrir hið unga og óreynda lið Snæfells. Eins og staðan er í dag á þetta lið ekkert erindi í önnur lið deildarinnar.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík er einfaldlega með miklu betra lið en Snæfell. Betri leikmenn, meiri reynslu og þar af leiðandi með miklu meiri gæði. Í Njarðvíkur-liðinu eru margir menn sem geta tekið af skarið á meðan það er mikill skortur á slíkum mönnum í liði Snæfells. Þó svo Snæfells-liðið hafi verið baráttuglaðara og selt sig dýrt þá er það einfaldlega ekki nóg þegar gæðin eru að skornum skammti. Það vantaði Svein Arnar Davíðssson í Snæfells-liðið en hann varð að standa vaktina á veitingastað sínum hinum megin við götuna. Munaði um minna þar.Bestu menn vallarins Corbin Jackson var mjög öflugur í liði Njarðvíkur og dró vagninn lengi vel fyrir liðið er jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik. Björn Kristjánsson spilaði mikið og skilaði mjög fínu framlagi. Logi Gunnarsson er auðvitað frábær og setti niður sín fínu skot. Snjólfur Marel Stefánsson var mjög flottur í liði Njarðvíkur og þar er leikmaður til að fylgjast með í framtíðinni. Sefton Barrett er í sérflokki í Snæfells-liðinu en hann missti hausinn svolítið snemma og fór að vera með stæla. Hann má ekki missa hausinn og láta henda sér úr húsi. Snæfell má ekki án hans vera. Andrée Fares Michelsson átti lipra takta.Hvað gekk illa? Hjá Njarðvík vantaði aðeins upp á eldmóðinn framan af. Það var engu líkara en leikmenn héldu að hlutirnir myndu gerast af sjálfu sér. Er þeir rönkuðu við sér var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara. Snæfell barðist vel en hafði ekki sjálfstraust né gæði til þess að hanga í gestunum. Er Njarðvík steig á bensínið mátti sjá örvæntinguna í augum heimamanna. Þessi hópur er einfaldlega ekki nógu góður til þess að halda sér í deildinni en margir leikmanna liðsins eru efnilegir og eiga örugglega eftir að bæta sig eftir því sem líður á veturinn.Daníel: Spenntur fyrir framhaldinu „Það eru duglegir strákar í Snæfell og þeir eiga allt hrós skilið,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn stóra í kvöld. „Dampurinn datt aðeins úr okkar leik er við komumst tíu stigum yfir en í miðjum öðrum leikhluta náðum við að endurstilla okkur og gera hlutina eins og við áttum að gera frá upphafi.“ Forysta Njarðvíkur var 19 stig í hálfleik og síðari hálfleikur eiginlega formsatriði. „Það er oft krefjandi fyrir lið sem er 20 stigum yfir að halda dampi og halda áfram. Við vorum ekki nógu sterkir varnarlega í seinni hálfleik og við þurfum að vinna í því. Það gerist oft líka í svona stöðum.“ Þjálfarinn er nokkuð ánægður með hvernig liðið lítur út í upphafi móts. „Nú misstum við Odd Rúnar út og Jón Sverris, stóri strákurinn okkar, er enn meiddur. Það eru nokkur púsl sem eiga eftir að koma inn. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég vil að við skerpum á varnarleiknum. Sóknarleikurinn er fínn enda með frábæra sóknarmenn en við þurfum að bæta okkur í vörninni sem lið.“Ingi Þór: Enginn heimsendir ef við föllum „Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“Logi: Gaman að spila með ungu strákunum „Það á ekki að þurfa átak til að mæta klárir í svona leik. Maður á að bera virðingu fyrir öllum sínum andstæðingum og mér fannst við gera það í dag. Vorum á fullu allan tímann,“ sagði Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. „Auðvitað misstum við aðeins dampinn er við vorum komnir með gott forskot í endann. Það tók okkur tíma að ná taki á leiknum. Ég benti á það inn í klefa að þeir ætla að taka stig á heimavelli og við yrðum að taka þetta af krafti.“ Staðan var orðin svo þægileg að Logi gat slakað á og farið á bekkinn í síðari hálfleik. „Það var fínt að hvíla sig og hleypa fleirum að. Ungu strákarnir þurfa að fá sínar mínútur,“ segir Logi sem var duglegur að láta í sér heyra á hliðarlínunni og nánast eins og þjálfari þar. „Ég er nú að þjálfa marga af þessum strákum og maður á það til að gleyma sér aðeins. Það verður að kenna þeim og þeir stóðu sig vel og sérstaklega Snjólfur. Jón Arnór og fleiri líka. Það er gaman að vera með þeim. Maður nýtur þess að vera með þeim og ég hef spilað með pöbbum flestra þeirra.“Tweets by @visirkarfa5 Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli er það sótti Hólmara heim í Fjárhúsið. Snæfell hélt í við Njarðvík í einn og hálfan leikhluta en svo var dagskránni lokið. Njarðvík átti frábærar lokamínútur í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum í hálfleik, 36-55. Munurinn á liðunum var það mikill að síðari hálfleikur var nánast formsatriði. Það var hann vissulega og Njarðvík er komið á blað í deildinni en Snæfell er enn án stiga. Snæfell reyndi allt hvað liðið gat en getumunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill. Veturinn á eftir að verða langur og ákaflega lærdómsríkur fyrir hið unga og óreynda lið Snæfells. Eins og staðan er í dag á þetta lið ekkert erindi í önnur lið deildarinnar.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík er einfaldlega með miklu betra lið en Snæfell. Betri leikmenn, meiri reynslu og þar af leiðandi með miklu meiri gæði. Í Njarðvíkur-liðinu eru margir menn sem geta tekið af skarið á meðan það er mikill skortur á slíkum mönnum í liði Snæfells. Þó svo Snæfells-liðið hafi verið baráttuglaðara og selt sig dýrt þá er það einfaldlega ekki nóg þegar gæðin eru að skornum skammti. Það vantaði Svein Arnar Davíðssson í Snæfells-liðið en hann varð að standa vaktina á veitingastað sínum hinum megin við götuna. Munaði um minna þar.Bestu menn vallarins Corbin Jackson var mjög öflugur í liði Njarðvíkur og dró vagninn lengi vel fyrir liðið er jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik. Björn Kristjánsson spilaði mikið og skilaði mjög fínu framlagi. Logi Gunnarsson er auðvitað frábær og setti niður sín fínu skot. Snjólfur Marel Stefánsson var mjög flottur í liði Njarðvíkur og þar er leikmaður til að fylgjast með í framtíðinni. Sefton Barrett er í sérflokki í Snæfells-liðinu en hann missti hausinn svolítið snemma og fór að vera með stæla. Hann má ekki missa hausinn og láta henda sér úr húsi. Snæfell má ekki án hans vera. Andrée Fares Michelsson átti lipra takta.Hvað gekk illa? Hjá Njarðvík vantaði aðeins upp á eldmóðinn framan af. Það var engu líkara en leikmenn héldu að hlutirnir myndu gerast af sjálfu sér. Er þeir rönkuðu við sér var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara. Snæfell barðist vel en hafði ekki sjálfstraust né gæði til þess að hanga í gestunum. Er Njarðvík steig á bensínið mátti sjá örvæntinguna í augum heimamanna. Þessi hópur er einfaldlega ekki nógu góður til þess að halda sér í deildinni en margir leikmanna liðsins eru efnilegir og eiga örugglega eftir að bæta sig eftir því sem líður á veturinn.Daníel: Spenntur fyrir framhaldinu „Það eru duglegir strákar í Snæfell og þeir eiga allt hrós skilið,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn stóra í kvöld. „Dampurinn datt aðeins úr okkar leik er við komumst tíu stigum yfir en í miðjum öðrum leikhluta náðum við að endurstilla okkur og gera hlutina eins og við áttum að gera frá upphafi.“ Forysta Njarðvíkur var 19 stig í hálfleik og síðari hálfleikur eiginlega formsatriði. „Það er oft krefjandi fyrir lið sem er 20 stigum yfir að halda dampi og halda áfram. Við vorum ekki nógu sterkir varnarlega í seinni hálfleik og við þurfum að vinna í því. Það gerist oft líka í svona stöðum.“ Þjálfarinn er nokkuð ánægður með hvernig liðið lítur út í upphafi móts. „Nú misstum við Odd Rúnar út og Jón Sverris, stóri strákurinn okkar, er enn meiddur. Það eru nokkur púsl sem eiga eftir að koma inn. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég vil að við skerpum á varnarleiknum. Sóknarleikurinn er fínn enda með frábæra sóknarmenn en við þurfum að bæta okkur í vörninni sem lið.“Ingi Þór: Enginn heimsendir ef við föllum „Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“Logi: Gaman að spila með ungu strákunum „Það á ekki að þurfa átak til að mæta klárir í svona leik. Maður á að bera virðingu fyrir öllum sínum andstæðingum og mér fannst við gera það í dag. Vorum á fullu allan tímann,“ sagði Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. „Auðvitað misstum við aðeins dampinn er við vorum komnir með gott forskot í endann. Það tók okkur tíma að ná taki á leiknum. Ég benti á það inn í klefa að þeir ætla að taka stig á heimavelli og við yrðum að taka þetta af krafti.“ Staðan var orðin svo þægileg að Logi gat slakað á og farið á bekkinn í síðari hálfleik. „Það var fínt að hvíla sig og hleypa fleirum að. Ungu strákarnir þurfa að fá sínar mínútur,“ segir Logi sem var duglegur að láta í sér heyra á hliðarlínunni og nánast eins og þjálfari þar. „Ég er nú að þjálfa marga af þessum strákum og maður á það til að gleyma sér aðeins. Það verður að kenna þeim og þeir stóðu sig vel og sérstaklega Snjólfur. Jón Arnór og fleiri líka. Það er gaman að vera með þeim. Maður nýtur þess að vera með þeim og ég hef spilað með pöbbum flestra þeirra.“Tweets by @visirkarfa5
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira