Framleiðsluhlé á Mustang vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 10:22 Ford Mustang. Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent