Lífið

Fylgstu með ævintýrum Alþýðufylkingarinnar á stod2frettir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alþýðufylkingin er á fullu í baráttunni enda ekki nema tæplega 3 vikur til kosninga.
Alþýðufylkingin er á fullu í baráttunni enda ekki nema tæplega 3 vikur til kosninga. Skjáskot
Á komandi vikum munu fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til Alþingis deila með sér Snapchat-reikningi fréttastofu 365. Þar geta áhorfendur fylgst með því sem á daga þeirra drífur á lokametrum kosningabaráttunnar.

Það eina sem þarf að gera er að bæta við reikningnum stod2frettir og þannig má sjá þær myndir og myndbrot sem frambjóðendurnar hlaða upp.

Alþýðufylkingin ríður á vaðið og fer með tögl og hagldir á Snapchatinu í dag. Flokkurinn er á kafi í kosningabaráttu og hefur verið að mælast með um 1 prósent í síðustu könnunum.

Til að fylgjast með ævintýrum þeirra þarf sem fyrr segir einungis að bæta við stod2frettir eða beina myndavél símans, þegar kveikt er á Snapchat, að gula merkinu hér að neðan.

Flokkunum hefur öllum verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar. Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×