Geggjaður VIP Sprinter frá Benz Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2016 11:16 Hér fer alveg sæmilega um fólk. Brabus breytingafyrirtækið sem þekkt er fyrir að breyta Mercedes Benz bílum er nú með í boði einskonar forstjóraskrifstofu á hjólum í formi Sprinter bíls frá Mercedes Benz. Hann er ekki bara fyrir augað heldur er hann hreint magnaður vinnustaður fyrir starfandi fólk sem ekki sér ástæðu til að hætta vinnu sinni þó það sé á ferðinni. Þessi stóri sendibíll er aðeins með sæti fyrir 7 en það fer hinsvegar býsna vel um farþegana. Öll sætin eru úr stöguðu leðri og með hita, allt er lýst upp að innan með LED-lýsingu og tveir stórir sjónvarpsskjáir eru í bílnum þar sem horfa má á Apple TV eða myndir af Blue-Rey spilara, ef fólk er orðið þreytt á vinnunni. Milli sætanna eru kælar fyrir drykki og nægt pláss fyrir þá og séð er til þess að símar farþeganna verði ekki rafmagnslausir með hleðsludokkum. Þessi lúxussendibíll Brabus er langt frá því að vera ódýr, en verðmiðinn sem settur er á hann er 29 milljónir króna. Það gerir Brabus útgáfununa af Mercedes Maybach S600 eiginlega að ódýrum bíl, en hann kostar innan við 22 milljónir króna.Kælir fyrir drykki á milli sætanna.Hleðsludokka fyrir farsíma.Nokkuð rúmt fyrir hvern og einn.Mercedes Benz Sprinter breyttur af Brabus.Nokkuð starfshæft umhverfi í Sprinter bílnum. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent
Brabus breytingafyrirtækið sem þekkt er fyrir að breyta Mercedes Benz bílum er nú með í boði einskonar forstjóraskrifstofu á hjólum í formi Sprinter bíls frá Mercedes Benz. Hann er ekki bara fyrir augað heldur er hann hreint magnaður vinnustaður fyrir starfandi fólk sem ekki sér ástæðu til að hætta vinnu sinni þó það sé á ferðinni. Þessi stóri sendibíll er aðeins með sæti fyrir 7 en það fer hinsvegar býsna vel um farþegana. Öll sætin eru úr stöguðu leðri og með hita, allt er lýst upp að innan með LED-lýsingu og tveir stórir sjónvarpsskjáir eru í bílnum þar sem horfa má á Apple TV eða myndir af Blue-Rey spilara, ef fólk er orðið þreytt á vinnunni. Milli sætanna eru kælar fyrir drykki og nægt pláss fyrir þá og séð er til þess að símar farþeganna verði ekki rafmagnslausir með hleðsludokkum. Þessi lúxussendibíll Brabus er langt frá því að vera ódýr, en verðmiðinn sem settur er á hann er 29 milljónir króna. Það gerir Brabus útgáfununa af Mercedes Maybach S600 eiginlega að ódýrum bíl, en hann kostar innan við 22 milljónir króna.Kælir fyrir drykki á milli sætanna.Hleðsludokka fyrir farsíma.Nokkuð rúmt fyrir hvern og einn.Mercedes Benz Sprinter breyttur af Brabus.Nokkuð starfshæft umhverfi í Sprinter bílnum.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent