Sá tími árs Berglind Pétursdóttir skrifar 10. október 2016 00:00 Ótrúlegt, enn og aftur er komið haust. Það væri hægt að stilla klukku eftir þessu, alltaf kemur haust að sumri loknu. Margir merkilegir hlutir hafa gerst um haust. Það var til dæmis um haust árið 1975 þegar Stuðmenn hurfu í reykmekki að ung konan var skilin eftir til að eignast Hörð. Það var líka síðla hausts þegar Vémundur, bróðir Auðbjarnar konungs, hélt Firðafylki og gerðist þar konungur yfir, eins og flestir þekkja úr Egils sögu. Af hverju er haustinu ekki fagnað eins og byrjun sumars og vetrar? Fyrsti vetrardagur er einn hátíðlegasti dagur ársins, en haustið fær ekkert pepp. Eru vor og haust bara einhverjar aukaárstíðir sem ekki ber að fagna? Enginn annar árstími en haustið lætur mig langa að kunna á gítar svo ég geti samið sorgarsöngva undir tré á meðan laufin hrynja yfir mig. Dag er tekið að stytta og áður en við getum sagt skammdegisþunglyndi munum við sitja með hendur í skauti í rökkrinu allan sólarhringinn. Það þarf engan að undra að svo mörg ljóð séu samin um grámann sem fylgir þessum tíma. Þetta er ógeðslega glatað í raun, sérstaklega þetta með laufin. Pælið í því að vera tré sem stendur þakið skrúði yfir sumartímann, akkúrat á meðan sólin skín og standa svo allsber fyrir framan alþjóð á meðan veturinn gengur yfir? Það er bara virkilega óheppilegt fyrir tré, svona per se. Haustið er vissulega tími nýs upphafs líka. En í formi nýrra stundatafla og skólaára. Haustið er stórkostlegur tími til að líða smá illa. Upp með gítarinn, elskurnar, með tár á hvarmi og lauf í hári munum við þrauka til vors. Bara 6 naprir mánuðir til stefnu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Ótrúlegt, enn og aftur er komið haust. Það væri hægt að stilla klukku eftir þessu, alltaf kemur haust að sumri loknu. Margir merkilegir hlutir hafa gerst um haust. Það var til dæmis um haust árið 1975 þegar Stuðmenn hurfu í reykmekki að ung konan var skilin eftir til að eignast Hörð. Það var líka síðla hausts þegar Vémundur, bróðir Auðbjarnar konungs, hélt Firðafylki og gerðist þar konungur yfir, eins og flestir þekkja úr Egils sögu. Af hverju er haustinu ekki fagnað eins og byrjun sumars og vetrar? Fyrsti vetrardagur er einn hátíðlegasti dagur ársins, en haustið fær ekkert pepp. Eru vor og haust bara einhverjar aukaárstíðir sem ekki ber að fagna? Enginn annar árstími en haustið lætur mig langa að kunna á gítar svo ég geti samið sorgarsöngva undir tré á meðan laufin hrynja yfir mig. Dag er tekið að stytta og áður en við getum sagt skammdegisþunglyndi munum við sitja með hendur í skauti í rökkrinu allan sólarhringinn. Það þarf engan að undra að svo mörg ljóð séu samin um grámann sem fylgir þessum tíma. Þetta er ógeðslega glatað í raun, sérstaklega þetta með laufin. Pælið í því að vera tré sem stendur þakið skrúði yfir sumartímann, akkúrat á meðan sólin skín og standa svo allsber fyrir framan alþjóð á meðan veturinn gengur yfir? Það er bara virkilega óheppilegt fyrir tré, svona per se. Haustið er vissulega tími nýs upphafs líka. En í formi nýrra stundatafla og skólaára. Haustið er stórkostlegur tími til að líða smá illa. Upp með gítarinn, elskurnar, með tár á hvarmi og lauf í hári munum við þrauka til vors. Bara 6 naprir mánuðir til stefnu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun