Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. október 2016 10:45 Arna Ýr hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. vísir/hanna „Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. Arna Ýr kom heim til Íslands á miðvikudaginn eftir ansi strembna daga í Las Vegas í Bandaríkjunum. Örnu leið illa nánast allan tímann, og ekki varð ástandið betra þegar eigandi keppninnar setti út á holdafar hennar, eins og frægt er orðið. Eigandi keppninnar sagði að Arna Ýr væri of feit.og ekki misskilja mig, @ArnaYr, ég er ekki sár. ég veit að ég er feit og finnst það í besta lagi— karó (@karoxxxx) October 27, 2016 Finnst þetta vera alltof mikið... pic.twitter.com/wy8Ww3a4N8— Þuríður Pála (@thuridurpala_) October 27, 2016 Afhverju eru stelpur stelpum svona grimmar hérna inná? Sé alltaf eftir því að opna twitter!— Arna Ýr Jónsdóttir (@ArnaYr) October 27, 2016 Nokkur umræða hefur skapast meðal Íslendinga á Twitter síðan Arna Ýr sneri aftur til landsins en hún kom meðal annars fram í Kastljósi og ítarlegu viðtali á Stöð 2. Er Arna Ýr sökuð um að gera grín að feitum með ummælum og myndbirtingum á samfélagsmiðlum. „Ég nenni ekki að lesa öll þessi ummæli því fólk virðist ekki átta sig á um hvað málið snýst. Eigandi keppninnar sagði við mig að ég væri of feit og þess vegna gæti ég ekki verið flott upp á sviði. Skilaboðin sem ég er að reyna koma fram með er að það breytir engu hvernig ég lít út, hvort sem ég er feit eða ekki, þá get ég alltaf verið flott.“ Á Twitter má sjá skjáskot af mynd sem birtist á Snapchat-reikningi FM957. Þar stendur Arna með fýlusvip og gerir sig stóra með peysunni sinni.Guð minn andskotans góður... pic.twitter.com/n4VqHIoe5X— Vala Ormarsdóttir (@valaormars) October 27, 2016 Einhver að taka síman af Örnu rn pic.twitter.com/Ck5jguBzxh— Andrea Dís (@andreavictors) October 27, 2016 „Það var kaldhæðinn brandari vegna eiganda keppninnar. Konur eru bara svo ótrúlega fljótar að móðgast og skrifa strax eitthvað á internetið. Það var t.d. ein ókunnug kona sem reyndi að setja heila ritgerð á vegginn minn í morgun um það að ég væri búin að missa allt úr höndunum og bara frekar leiðinleg skot á mig. Í staðinn fyrir að spyrja mig bara persónulega út í málið, þá ætlar hún að pósta þessu á vegginn minn.“Uppfært klukkan 14:45 Ókunnuga konan var Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmaður í Samtökum um líkamsvirðingu. Hún birti „ritgerðina“ á eigin vegg og spunnust umræður milli hennar, Siggu Daggar og Örnu Ýrar í kjölfarið.Arna Ýr segir að svona viðbrögð taki auðvitað á hana. „Ég er núna að fá heimsathygli og það er þvílíkt mál fyrir mig, ég er bara 21 árs gömul. En ég er alls ekki að gera grín að feitum konum, maðurinn sagði bara við mig að ég gæti ekki verið flott, því ég væri of feit.“En sér Arna Ýr eftir því að hafa grínast svona?„Ég sé eiginlega ekki eftir þessu, ég er ekki Ungfrú Ísland lengur og get ekki alltaf reynt að vera besta fyrirmyndin fyrir alla Íslendinga. Íslendingar eru dómharðasta fólk sem ég hef kynnst. Ég verð bara að halda mínu striki og reyna fá fleiri tækifæri út úr þessu. Kannski sé eftir því að hafa orðað þetta grín á þann máta að fólk skilur það ekki. Mér finnst hálfþreytandi að vera standa í þessu eftir allt sem ég er búin að vera ganga í gegnum síðustu daga. Fólk er bara svo fljótt að dæma.“ Arna ítrekar að það hafi aldrei verið ætlunin að gera grín að konum. „Ég var ekki að gera lítið úr konum, það er akkúrat öfugt, ég er að standa með konum.“ Á næstu dögum er hún á leiðinni í breskan sjónvarpsþátt, þátt sem ber nafnið Good Morning Britain. Því næst fer hún í viðtal í sunnudagsjónvarpsþátt á Ítalíu og er því mikið framundan hjá Örnu Ýri.Arna Ýr tjáði sig um málið á Facebook í morgun.Miklir fitufordómar í íslensku samfélagi Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, sagði í viðtali á Stöð 2 á dögunum að hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna uppákomunnar í Las Vegas væru gott dæmi um mikla fitufordóma í íslensku samfélagi. Í stað þess að einblína á þá staðreynd að Arna Ýr hefði hætt þátttöku vegna athugasemda við útlit hennar í fegurðarsamkeppni væri tímabært að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“Viðtalið við Elvu Björk má sjá í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Eigandi keppninnar: Arna Ýr leit út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum Nawat Itsaragrisil eigandi fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi sagt við Örnu Ýr Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig til að henni myndi ganga vel í keppninni. 26. október 2016 10:30 Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. október 2016 07:15 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
„Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. Arna Ýr kom heim til Íslands á miðvikudaginn eftir ansi strembna daga í Las Vegas í Bandaríkjunum. Örnu leið illa nánast allan tímann, og ekki varð ástandið betra þegar eigandi keppninnar setti út á holdafar hennar, eins og frægt er orðið. Eigandi keppninnar sagði að Arna Ýr væri of feit.og ekki misskilja mig, @ArnaYr, ég er ekki sár. ég veit að ég er feit og finnst það í besta lagi— karó (@karoxxxx) October 27, 2016 Finnst þetta vera alltof mikið... pic.twitter.com/wy8Ww3a4N8— Þuríður Pála (@thuridurpala_) October 27, 2016 Afhverju eru stelpur stelpum svona grimmar hérna inná? Sé alltaf eftir því að opna twitter!— Arna Ýr Jónsdóttir (@ArnaYr) October 27, 2016 Nokkur umræða hefur skapast meðal Íslendinga á Twitter síðan Arna Ýr sneri aftur til landsins en hún kom meðal annars fram í Kastljósi og ítarlegu viðtali á Stöð 2. Er Arna Ýr sökuð um að gera grín að feitum með ummælum og myndbirtingum á samfélagsmiðlum. „Ég nenni ekki að lesa öll þessi ummæli því fólk virðist ekki átta sig á um hvað málið snýst. Eigandi keppninnar sagði við mig að ég væri of feit og þess vegna gæti ég ekki verið flott upp á sviði. Skilaboðin sem ég er að reyna koma fram með er að það breytir engu hvernig ég lít út, hvort sem ég er feit eða ekki, þá get ég alltaf verið flott.“ Á Twitter má sjá skjáskot af mynd sem birtist á Snapchat-reikningi FM957. Þar stendur Arna með fýlusvip og gerir sig stóra með peysunni sinni.Guð minn andskotans góður... pic.twitter.com/n4VqHIoe5X— Vala Ormarsdóttir (@valaormars) October 27, 2016 Einhver að taka síman af Örnu rn pic.twitter.com/Ck5jguBzxh— Andrea Dís (@andreavictors) October 27, 2016 „Það var kaldhæðinn brandari vegna eiganda keppninnar. Konur eru bara svo ótrúlega fljótar að móðgast og skrifa strax eitthvað á internetið. Það var t.d. ein ókunnug kona sem reyndi að setja heila ritgerð á vegginn minn í morgun um það að ég væri búin að missa allt úr höndunum og bara frekar leiðinleg skot á mig. Í staðinn fyrir að spyrja mig bara persónulega út í málið, þá ætlar hún að pósta þessu á vegginn minn.“Uppfært klukkan 14:45 Ókunnuga konan var Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmaður í Samtökum um líkamsvirðingu. Hún birti „ritgerðina“ á eigin vegg og spunnust umræður milli hennar, Siggu Daggar og Örnu Ýrar í kjölfarið.Arna Ýr segir að svona viðbrögð taki auðvitað á hana. „Ég er núna að fá heimsathygli og það er þvílíkt mál fyrir mig, ég er bara 21 árs gömul. En ég er alls ekki að gera grín að feitum konum, maðurinn sagði bara við mig að ég gæti ekki verið flott, því ég væri of feit.“En sér Arna Ýr eftir því að hafa grínast svona?„Ég sé eiginlega ekki eftir þessu, ég er ekki Ungfrú Ísland lengur og get ekki alltaf reynt að vera besta fyrirmyndin fyrir alla Íslendinga. Íslendingar eru dómharðasta fólk sem ég hef kynnst. Ég verð bara að halda mínu striki og reyna fá fleiri tækifæri út úr þessu. Kannski sé eftir því að hafa orðað þetta grín á þann máta að fólk skilur það ekki. Mér finnst hálfþreytandi að vera standa í þessu eftir allt sem ég er búin að vera ganga í gegnum síðustu daga. Fólk er bara svo fljótt að dæma.“ Arna ítrekar að það hafi aldrei verið ætlunin að gera grín að konum. „Ég var ekki að gera lítið úr konum, það er akkúrat öfugt, ég er að standa með konum.“ Á næstu dögum er hún á leiðinni í breskan sjónvarpsþátt, þátt sem ber nafnið Good Morning Britain. Því næst fer hún í viðtal í sunnudagsjónvarpsþátt á Ítalíu og er því mikið framundan hjá Örnu Ýri.Arna Ýr tjáði sig um málið á Facebook í morgun.Miklir fitufordómar í íslensku samfélagi Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, sagði í viðtali á Stöð 2 á dögunum að hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna uppákomunnar í Las Vegas væru gott dæmi um mikla fitufordóma í íslensku samfélagi. Í stað þess að einblína á þá staðreynd að Arna Ýr hefði hætt þátttöku vegna athugasemda við útlit hennar í fegurðarsamkeppni væri tímabært að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“Viðtalið við Elvu Björk má sjá í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Eigandi keppninnar: Arna Ýr leit út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum Nawat Itsaragrisil eigandi fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi sagt við Örnu Ýr Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig til að henni myndi ganga vel í keppninni. 26. október 2016 10:30 Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. október 2016 07:15 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Eigandi keppninnar: Arna Ýr leit út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum Nawat Itsaragrisil eigandi fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi sagt við Örnu Ýr Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig til að henni myndi ganga vel í keppninni. 26. október 2016 10:30
Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14
Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. október 2016 07:15
Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00