Viðskipti innlent

Hagnaður TM dregst saman um tæplega helming

Sæunn Gísladóttir skrifar
TM hagnaðist um 810 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi.
TM hagnaðist um 810 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Fréttablaðið/Daníel
TM hagnaðist um 810 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 1,4 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn dregst því saman um tæplega helming.

Heildartekjur námu 4,4 milljörðum króna, samanborið við 4,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Heildargjöld hækkuðu milli ára um tæplega 400 milljónir.

Þrátt fyrir þetta var afkoman betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, segir í tilkynningu. Munurinn liggi að mestu í betri afkomu af vátryggingastarfsemi.


Tengdar fréttir

Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum

Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×