Bíó og sjónvarp

Víxla frumsýningardögum á The Incredibles 2 og Toy Story 4

Birgir Olgeirsson skrifar
The Incredibles 2 og Toy Story 4 eru á leið í bíó.
The Incredibles 2 og Toy Story 4 eru á leið í bíó.
Disney og Pixar tilkynntu fyrr í dag að búið væri að víxla frumsýningardögum á framhaldsmyndunum The Incredibles 2 og Toy Story 4. Frumsýningardegi The Incredibles 2 hefur verið flýtt til 15. júní árið 2018 en frumsýningardegi Toy Story 4 hefur verið seinkað til 21. júní árið 2019.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að leikstjóri The Incredibles 2, Brad Bird, vinni svo hratt að skiptin séu það rökréttasta í stöðunni.

The Incredibles þénaði rúmlega 633 milljónir dollara á heimsvísu árið 2004 en hún vann til tveggja Óskarsverðlauna, þar á meðal besta teiknimyndin, og fékk Bird tilnefningu fyrir besta handritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.