Svakaleg velta hjá Svani í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 10:57 Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður
Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður