Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2016 12:30 „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Sjá meira
„Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Sjá meira
Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00