Lífið

Búlluborgarar og barátta við börn hjá Bjartri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það eru ekki nema 9 dagar til kosninga og flokkarnir eru á yfirsnúningi við að reyna að afla sér og stefnu sinni fylgi. Björt framtíð fór ekki varhluta af því í gær eins og fylgjendur stod2frettir á Snapchat fengu að kynnast.

Dagurinn hjá Bjartri einkenndist þó ekki einungis af stöðugu fjölmiðlaáreiti og kosningastússi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður flokksins, hleypti til að mynda áhorfendum inn á heimili sitt þar sem börnin voru í fyrirrúmi. Þá mega frambjóðendur ekki gleyma að næra sig og það veit Óttarr Proppé formaður manna best. 

Ævintýri Bjartrar framtíðar má sjá í spilaranum hér að ofan.

Á næstu dögum og vikum munu fulltrúar annarra flokka sjá um snappið og til þess að fylgjast með því sem á daga þeirra drífur þarf einfaldlega að bæta við stod2frettir á Snapchat. Þá getur fólk einnig bætt reikningunum við með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula merkinu hér að neðan.

Flokkunum hefur öllum verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar. Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.