Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2016 07:00 Fyrirkomulag verðmyndunar á fiski er með tvennum hætti Sjómenn á skipum útgerðarfélaga sem reka eigin fiskvinnslu fá um fimmtíu prósent lægra verð fyrir fisk sinn en gengur og gerist á frjálsum fiskmörkuðum. Þess lags útgerðir, svokallaðar lóðrétt samþættar útgerðir, borga skiptaverð sem útgefið er af Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt kjarasamningum útgerðarfélaga við sjómenn. Mikil búbót væri fyrir sjómenn þeirra útgerða ef þeir fengju markaðsverð greitt fyrir fiskinn. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Þetta er svolítið flókið en kjarni málsins er sá að okkur finnst of mikill munur á markaðsverðinu og verði sem skyldir aðilar fá að kaupa fiskinn á,“ segir Valmundur. Nýr kjarasamningur er í vinnslu. Vegna þess hve illa viðræður ganga hyggjast sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja fyrir þann tíma.Tvöföld verðmyndun„Það er tvöfalt kerfi á fiskverðmyndun í gangi. Það er er selt á fiskmarkaði fyrir markaðsverð og svo er verð sem er ákveðið milli skyldra aðila þegar menn eru að kaupa af eigin útgerð,“ segir Valmundur. Verðið segir hann ákveðið af nefnd sjómanna og útvegsmanna eftir ákveðnum forsendum. Kerfið hafi verið dæmt á sjómenn árið 2001 í gerðardómi og unnið sé eftir því enn þann dag í dag. Afraksturinn segir hann vera að verð á fiskmarkaði sé að jafnaði um þrjátíu prósentum hærra en í beinum viðskiptum. „Það sem við erum að fara fram á er að allur fiskur verði verðmyndaður á fiskmarkaði þannig að rétt verð fáist á fisk,“ segir Valmundur.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsUndir þetta tekur Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Í þeim samtökum eru fiskvinnslur sem ekki reka eigin útgerð og kaupa því sinn fisk af fiskmarkaði á hærra verði. „Málið er það að ég held við verðum að gera það. Ef við ætlum að hafa sátt um þetta og ef við ætlum að hafa eitthvert vit í þessu getum við ekki verið með margfalda verðmyndun í landinu okkar,“ segir Jón Steinn. Hann segir ekki ganga upp að tveir sjómenn, sem veiði á sömu slóðum, fái misjöfn laun einfaldlega vegna þess að annar þeirra selji fiskinn á markaði og hinn beint til vinnslu útgerðarinnar. „Þetta er eintóm steypa og ég er undrandi á hvað sjómannasamtökin hafa verið róleg og þessi hagsmunasamtök hafa leyft þessu að ganga lengi.“Gagnrýnir í garð stjórnvalda„Stjórnvöld bregðast ekkert við þessu. Þetta eru gullkálfarnir þeirra sem þeir vinna fyrir. Þeir fara ekkert á móti þessum mönnum, allavega ekki þeir stjórnmálamenn sem hafa verið að stjórna landinu okkar,“ segir Jón Steinn. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Samfylkingin, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn væru hlynnt eða opin fyrir því að taka upp markaðsverð sem skiptaverð alls fisks. Því hafna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur. Þetta kom fram á fundi SFÚ með frambjóðendum. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust þá ekki vilja hrófla við kerfinu í ljósi arðsemi þess.Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ, til vinstri.Jón Steinn segist jafnframt ekki skilja hvers vegna stór og öflug útgerðarfélög hræðist fyrirtæki innan SFÚ. „Af hverju geta þau ekki verið í eðlilegri samkeppni? Af hverju þurfa þau að vera með eitthvert forskot á okkur? Eru þeir með svona léleg fyrirtæki? Eru þau svona illa skipulögð? Það er eitthvað mjög skrítið við þetta,“ segir hann. „Málið er það að við erum í bullandi samkeppni við þessa aðila þar sem við erum allir að framleiða inn á svipaða markaði. Þessir aðilar hafa algjört forskot á okkur og eru einnig með undirboð og annað. Þetta eru gríðarlega slæmar aðstæður sem við höfum þurft að lifa við.“ Þá vísar Jón Steinn til álits Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2012 um að fyrirkomulag skiptaverðs væri hindrandi fyrir frjálsa samkeppni. Þeir þrír sem hafa gegnt embætti sjávarútvegsráðherra frá því Samkeppniseftirlitið beindi því áliti til ráðherra hafa ekkert aðhafst í málinu. „Það er svolítið slappt fyrir Samkeppniseftirlitið að hafa ekki getað tekið á þessu máli eins og það hefur gert með annan rekstur,“ segir Jón Steinn.Skortur á markaðiÞeir Jón Steinn og Valmundur segja báðir að of lítill hluti afla fari á markað. „Það er ekki nógu mikið magn inni á fiskmörkuðum til að við getum vigtað rétt verð. Núna eru innan við tíu prósent af slægðum þorski sem fara á markað en hann vegur samt fimmtán prósent í ákvörðun okkar um fiskverð til skyldra aðila,“ segir Valmundur. Jón Steinn segir lausnina þá að allur fiskur eigi að fara á markað: „Það ætti allur fiskur að fara á markað og þær útgerðir sem ekki myndu setja fisk sinn á markað ættu að þurfa að gera upp á markaðsverði. Það er það eina rétta í þessu. Það myndi leysa svo mörg mál, margar deilur.“ Hann segir allt vera tengt markaði núorðið. Það að verð séu tilbúin á skrifstofu með samþykki ríkisins ætti ekki að líðast. „Svona sovéskur búskapur á að heyra sögunni til,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sjómenn á skipum útgerðarfélaga sem reka eigin fiskvinnslu fá um fimmtíu prósent lægra verð fyrir fisk sinn en gengur og gerist á frjálsum fiskmörkuðum. Þess lags útgerðir, svokallaðar lóðrétt samþættar útgerðir, borga skiptaverð sem útgefið er af Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt kjarasamningum útgerðarfélaga við sjómenn. Mikil búbót væri fyrir sjómenn þeirra útgerða ef þeir fengju markaðsverð greitt fyrir fiskinn. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Þetta er svolítið flókið en kjarni málsins er sá að okkur finnst of mikill munur á markaðsverðinu og verði sem skyldir aðilar fá að kaupa fiskinn á,“ segir Valmundur. Nýr kjarasamningur er í vinnslu. Vegna þess hve illa viðræður ganga hyggjast sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja fyrir þann tíma.Tvöföld verðmyndun„Það er tvöfalt kerfi á fiskverðmyndun í gangi. Það er er selt á fiskmarkaði fyrir markaðsverð og svo er verð sem er ákveðið milli skyldra aðila þegar menn eru að kaupa af eigin útgerð,“ segir Valmundur. Verðið segir hann ákveðið af nefnd sjómanna og útvegsmanna eftir ákveðnum forsendum. Kerfið hafi verið dæmt á sjómenn árið 2001 í gerðardómi og unnið sé eftir því enn þann dag í dag. Afraksturinn segir hann vera að verð á fiskmarkaði sé að jafnaði um þrjátíu prósentum hærra en í beinum viðskiptum. „Það sem við erum að fara fram á er að allur fiskur verði verðmyndaður á fiskmarkaði þannig að rétt verð fáist á fisk,“ segir Valmundur.Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands ÍslandsUndir þetta tekur Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Í þeim samtökum eru fiskvinnslur sem ekki reka eigin útgerð og kaupa því sinn fisk af fiskmarkaði á hærra verði. „Málið er það að ég held við verðum að gera það. Ef við ætlum að hafa sátt um þetta og ef við ætlum að hafa eitthvert vit í þessu getum við ekki verið með margfalda verðmyndun í landinu okkar,“ segir Jón Steinn. Hann segir ekki ganga upp að tveir sjómenn, sem veiði á sömu slóðum, fái misjöfn laun einfaldlega vegna þess að annar þeirra selji fiskinn á markaði og hinn beint til vinnslu útgerðarinnar. „Þetta er eintóm steypa og ég er undrandi á hvað sjómannasamtökin hafa verið róleg og þessi hagsmunasamtök hafa leyft þessu að ganga lengi.“Gagnrýnir í garð stjórnvalda„Stjórnvöld bregðast ekkert við þessu. Þetta eru gullkálfarnir þeirra sem þeir vinna fyrir. Þeir fara ekkert á móti þessum mönnum, allavega ekki þeir stjórnmálamenn sem hafa verið að stjórna landinu okkar,“ segir Jón Steinn. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Samfylkingin, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn væru hlynnt eða opin fyrir því að taka upp markaðsverð sem skiptaverð alls fisks. Því hafna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur. Þetta kom fram á fundi SFÚ með frambjóðendum. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust þá ekki vilja hrófla við kerfinu í ljósi arðsemi þess.Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ, til vinstri.Jón Steinn segist jafnframt ekki skilja hvers vegna stór og öflug útgerðarfélög hræðist fyrirtæki innan SFÚ. „Af hverju geta þau ekki verið í eðlilegri samkeppni? Af hverju þurfa þau að vera með eitthvert forskot á okkur? Eru þeir með svona léleg fyrirtæki? Eru þau svona illa skipulögð? Það er eitthvað mjög skrítið við þetta,“ segir hann. „Málið er það að við erum í bullandi samkeppni við þessa aðila þar sem við erum allir að framleiða inn á svipaða markaði. Þessir aðilar hafa algjört forskot á okkur og eru einnig með undirboð og annað. Þetta eru gríðarlega slæmar aðstæður sem við höfum þurft að lifa við.“ Þá vísar Jón Steinn til álits Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2012 um að fyrirkomulag skiptaverðs væri hindrandi fyrir frjálsa samkeppni. Þeir þrír sem hafa gegnt embætti sjávarútvegsráðherra frá því Samkeppniseftirlitið beindi því áliti til ráðherra hafa ekkert aðhafst í málinu. „Það er svolítið slappt fyrir Samkeppniseftirlitið að hafa ekki getað tekið á þessu máli eins og það hefur gert með annan rekstur,“ segir Jón Steinn.Skortur á markaðiÞeir Jón Steinn og Valmundur segja báðir að of lítill hluti afla fari á markað. „Það er ekki nógu mikið magn inni á fiskmörkuðum til að við getum vigtað rétt verð. Núna eru innan við tíu prósent af slægðum þorski sem fara á markað en hann vegur samt fimmtán prósent í ákvörðun okkar um fiskverð til skyldra aðila,“ segir Valmundur. Jón Steinn segir lausnina þá að allur fiskur eigi að fara á markað: „Það ætti allur fiskur að fara á markað og þær útgerðir sem ekki myndu setja fisk sinn á markað ættu að þurfa að gera upp á markaðsverði. Það er það eina rétta í þessu. Það myndi leysa svo mörg mál, margar deilur.“ Hann segir allt vera tengt markaði núorðið. Það að verð séu tilbúin á skrifstofu með samþykki ríkisins ætti ekki að líðast. „Svona sovéskur búskapur á að heyra sögunni til,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira