Lífið

Hillary Duff biðst afsökunar á óviðeigandi hrekkjavökubúningi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Leikkonan Hillary Duff
Leikkonan Hillary Duff mynd/getty
Leikkonan Hillary Duff hefur beðist afsökunar á búningum sem hún og kærasti hennar, Jason Walsh, klæddust í hrekkjavökuteiti nú um helgina.

 

Welsh og Duff í búningunum umtöluðumynd/getty
Búningar skötuhjúanna vöktu hörð viðbrögð en Walsh var klæddur eins og frumbyggi Norður-Ameríku á meðan Duff var íklædd búningi að hætti pílagríma. Þótti klæðnaður þeirra móðgandi í garð frumbyggja Ameríku. 

Jason Welsh baðst afsökunar á búning sínum á Instagram en Duff á Twitter.

„Ég hef aðdáun á frumbyggjum Ameríku,“ skrifaði Walsh á Instagram. „Ef ég lít til baka þá sé ég að ég hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun,“ bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×