Lífið

Hvað gerist þegar blöðrur eru frystar?

Samúel Karl Ólason skrifar
Youtube er botnlaus uppspretta myndbanda af fólki að gera hina merkilegustu, og jafnframt ómerkilegustu, hluti. Einn Youtube-ari sem gengur undir nafninu CrazyRussianHacker er duglegur við að birta myndbönd af sér að leika sér með hin skemmtilegust og jafnvel hættulegustu efni.

Nú á dögunum birti hann myndband þar sem hann dýfir uppblásnum blöðrum í fljótandi nitur, eða köfnunarefni. Niðurstaðan er frekar skemmtileg.

Þetta er þó ekki það eina skemmtilega sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hér að neðan má sjá hann leika sér með segulmagnaðann vökva og fljótandi nitur. Þermít og lása, rafbyssur og ljósaperur og skoða hvernig kveikja megi elda með rafgeymi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×