Lífið

Bara geðveik: Gargaði um kynlíf sitt í hverfisbúðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau eru geðveik. En ekki bara geðveik. Þau eru líka upprennandi rithöfundur, snjóbrettagaur, mamma, þjónn, kærasta, bróðir, skemmtileg, lífsglöð og með blik í augum þegar vel gengur.

Bara geðveik er glæný og vönduð þáttaröð þar sem áhorfendur kynnast þremur geðveikum ungmennum á þrítugsaldri, þeim Silju Björk, Brynjari Orra og Bjarneyju og loks henni Ágústu sem hefur glímt við geðsjúkdóm í um aldarfjórðung. Áhorfendur Stöðvar 2 fá að skyggnast inn í líf þeirra sem þurfa að glíma við geðklofa, þunglyndi, geðhvarfasýki og kvíða, fá svör við spurningum sem hafa oft fengið að liggja ofan í skúffu.

Hvernig er að lifa lífinu á geðlyfjum? Hvernig stendur maður keikur að kaupa mjólkurfernu eftir að hafa gargað um kynlíf sitt í hverfisbúðinni? Eða kaupa bensín á bílinn - eftir að hafa berað brjóstin á bensínstöðinni í geðrofi? Hvernig sættir maður sig við að hafa ekki getað alið upp börnin sín?

Hvernig lærir maður að temja þunglyndi? Opinská og einlæg segja þau frá veikindum sínum, ranghugmyndum og skrýtnum aðstæðum sem fárveikar manneskjur. Einnig sjáum við þau líka í daglegri tilveru, gleði og sorg og kynnumst draumum þeirra. Því þau eru bara geðveik; venjulegt fólk með geðsjúkdóm.

Fyrsti þáttur af Bara geðveik fer í loftið mánudaginn 7. nóv. kl. 20:40.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.