Lífið

Tökur á Keeping Up With The Kardashians farnar af stað á ný eftir ránið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kanye West og Kim saman á góðri stundu. Þau eru hjón.
Kanye West og Kim saman á góðri stundu. Þau eru hjón. Vísir/AFP
Tökur á raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashians eru farnar af stað á ný, en gert var þriggja vikna hlé á tökum eftir að aðalstjarna þáttarins Kim Kardashian var rænd á hótelherbergi sínu í París.

Kim hefur ekkert sést opinberlega eftir ránið en hún er líklega einhver opnasta stjarna heims og hefur ávallt hleypt aðdáendum sínum mjög nálægt sér í gegnum þættina sína og í gegnum samfélagsmiðlana.

„Allt tökulið er komið til starfa og eru tökur á þættinum hafnar á ný,“ segir talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar E! í samtali við CNN.

Raunveruleikastjarnan var rænd af tveimur vopnuðum mönnum sunnudagskvöldið 3. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skartgripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Alls tóku fimm menn þátt í ráninu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.