Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Sæunn Gísladóttir skrifar 31. október 2016 09:30 Írar og Skotar skáru út næpur og settu kerti í þær á Hrekkjavöku, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker, sem er miklu stærra sem lukt. Vísir/Getty Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hrekkjavaka Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hrekkjavaka Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira