Nóvemberblað Glamour er komið út Ritstjórn skrifar 10. nóvember 2016 08:30 Nóvemberblað Glamour er komið en forsíðuna prýðir íslenska fyrirsætan Sif Ágústsdóttir í gullfallegum myndaþætti eftir ljósmyndarann Ara Magg þar íslensk tíska og náttúra nýtur sín. Forsíðustúlkan Sif en hún hefur starfað sem fyrirsæta í 14 ár og verið búsett í London í 11 ár. Eftir farsælan feril er Sif tilbúin að prófa eitthvað nýtt og er búin að læra innanhússarkitektÚr samhliða fyrirsætustarfinu. Glamour hitti Sif í London á dögunum og kynntist henni betur en viðtal við hana má lesa í blaðinu. Í nóvemberblaðinu má einnig finna veglega jólagjafahandbók Glamour þar sem er að finna yfir 500 hugmyndir að jólagjöfum fyrir hann, hana, barnið og heimilið úr íslenskum verslunum. Byrjum jólaundirbúninginn snemma og nýtum desember til að njóta hátíðanna er mottó ritstjórnar Glamour í þessum mánuði. Hér má sjá smá brot af því sem er í blaðinu þennan mánuðinn - skyldueign á hvert heimili!Gullfallegt Innlit á heimili í 101 sem einu sinni var ljósmyndastúdíó.Reynslusögur frá nokkrum konum sem hafa verið að glíma við kvíða og ráðleggingar um hvernig er best að takast á við kvíða.Allt um flottustu fygihluti vetrarins!Lily Rose-Depp í viðtali.Ljósmyndarinn Ari Magg tók fallega forsíðuþátt nóvemberblaðsins þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín.Jólagjafahandbok Glamour er vegleg en þar er að finna yfir 500 hugmyndir að glæsilegum gjöfum fyrir hann, hana, barnið og heimilið úr íslenskum verslunum. Glamour Tíska Mest lesið Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kim og Kanye láta reyna á þriðja barnið Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Samfestingar og síðkjólar á CFDA Glamour Ástin sigrar allt Glamour Proenza Schouler sýndi í New York í seinasta skiptið Glamour Keeping up with the Kardashians í tímabundna pásu Glamour
Nóvemberblað Glamour er komið en forsíðuna prýðir íslenska fyrirsætan Sif Ágústsdóttir í gullfallegum myndaþætti eftir ljósmyndarann Ara Magg þar íslensk tíska og náttúra nýtur sín. Forsíðustúlkan Sif en hún hefur starfað sem fyrirsæta í 14 ár og verið búsett í London í 11 ár. Eftir farsælan feril er Sif tilbúin að prófa eitthvað nýtt og er búin að læra innanhússarkitektÚr samhliða fyrirsætustarfinu. Glamour hitti Sif í London á dögunum og kynntist henni betur en viðtal við hana má lesa í blaðinu. Í nóvemberblaðinu má einnig finna veglega jólagjafahandbók Glamour þar sem er að finna yfir 500 hugmyndir að jólagjöfum fyrir hann, hana, barnið og heimilið úr íslenskum verslunum. Byrjum jólaundirbúninginn snemma og nýtum desember til að njóta hátíðanna er mottó ritstjórnar Glamour í þessum mánuði. Hér má sjá smá brot af því sem er í blaðinu þennan mánuðinn - skyldueign á hvert heimili!Gullfallegt Innlit á heimili í 101 sem einu sinni var ljósmyndastúdíó.Reynslusögur frá nokkrum konum sem hafa verið að glíma við kvíða og ráðleggingar um hvernig er best að takast á við kvíða.Allt um flottustu fygihluti vetrarins!Lily Rose-Depp í viðtali.Ljósmyndarinn Ari Magg tók fallega forsíðuþátt nóvemberblaðsins þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín.Jólagjafahandbok Glamour er vegleg en þar er að finna yfir 500 hugmyndir að glæsilegum gjöfum fyrir hann, hana, barnið og heimilið úr íslenskum verslunum.
Glamour Tíska Mest lesið Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kim og Kanye láta reyna á þriðja barnið Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Samfestingar og síðkjólar á CFDA Glamour Ástin sigrar allt Glamour Proenza Schouler sýndi í New York í seinasta skiptið Glamour Keeping up with the Kardashians í tímabundna pásu Glamour