Lífið

Eðluungi flýr undan fjölda snáka

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar Planet Earth 2 var sýndur í Bretlandi á sunnudaginn og hefur hann vakið mikla athygli. Þá sérstaklega sá hluti þáttarins sem fjallaði um ungar eðlur og flótta þeirra undan tugum hungraðra snáka.

Netverjar hafa keppst við að deila upptökum af seinni hluta atriðsins sem sýnir unga eðlu takast á við snákana.

Eðlan beitir öllum brögðum í bókinni, en lendir þó í skolti snáka. Þvert á allar væntingar tókst eðlunni þó að sleppa úr gripi snáka sem höfðu gómað hana og stökkva á milli kletta til að komast í öryggi.

Teymið sem gerði þættina hefur nú gefið út myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin þegar þetta einstaka atriði var tekið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×