Lífið

Adele tók þátt í gínuáskoruninni vinsælu og gerði það að sjálfsögðu betur en flestir

Birgir Olgeirsson skrifar
Adele lætur ekki vinsæla hluti á netinu fara framhjá sér.
Adele lætur ekki vinsæla hluti á netinu fara framhjá sér. Vísir/Getty
Rúm vika er síðan gínuáskorunin (e. Mannequin Challenge) leit dagsins ljós á Internetinu og henni er að sumra mati lokið eftir að breska tónlistarkonan Adele ákvað að taka þátt.

Hún deildi myndbandi af sinni gínuáskorun þar sem var einskonar villta vestursþema og eru margir hrifnir.

En hvað er þessi gínuáskorun?

Uppruna hennar má rekja til nemenda við Edward H. White framhaldsskólann í Jacksonville í Bandaríkjunum en þeir tóku upp myndband þar sem nemendurnir stóðu kyrrir, rétt eins og gínur, og ná þannig nánast að skapa aðstæður þar sem augnablik virðist frosið í tíma. Og nú eru allir á internetinu að gera þetta.

Líkir þetta í raun eftir tækni sem hefur verið notuð við gerð margra þekktra kvikmynda, og þá sérstaklega úr heimi vísindaskáldskapar.

Þar má til að mynda nefna atriði með ofurhetjunni Quicksilver í X-Men: Days of Future Past en það atriði var endurtekið í myndinni X-Men: Apocalypse.

Þá var þetta einnig gert skemmtilega í gamanmyndinni The Other Guys.

Þá má ekki gleyma The Matrix þar sem þessi tækni var notuð til hins ítrasta.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gínuáskoranir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×