Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur Guðmundsson lenti upp á kant við Wilbek sem hætti og nú er Guðmundur að hætta líka. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen. Handbolti Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen.
Handbolti Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti