"Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:45 Í dag ganga Bandaríkjamenn til kosninga og ljóst að þessi dagur getur markað tímamót í sögunni. Við hæfi er því að birta þessa grein sem birtist fyrst í ágústblaði Glamour, en 36 ár eru síðan við Íslendingar kusum konu sem forseta. Hillary Rodham Clinton hlaut útnefningu demókrataflokksins í Bandaríkjunum; fyrst kynsystra sinna til þess að verða forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Sannarlega merkilegur áfangi. Á Íslandi erum við á undan okkar samtíð í þessum efnum. Vigdís Finnbogadóttir var fjórði forseti lýðveldisins og gegndi embætti frá árinu 1980 til 1996. Í ræðu sinni þegar Clinton tók við útnefningunni sagði hún: „Þið hafið sýnt mér mikinn heiður. Við höfum myndað stærstu sprunguna í glerþakið til þessa. Ef litlar stelpur vöktu frameftir til að verða vitni að úrslitunum langar mig að segja að ég gæti orðið fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna – en sú næsta er úr ykkar röðum.“ Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Nú, 36 árum síðar, er möguleiki á að slíkt hið sama gerist í Bandaríkjunum. Mjótt á munumClinton hefur ekki siglt lygnan sjó í baráttu sinni um Hvíta húsið. Fyrir átta árum varð hún að lúta í lægra haldi fyrir flokksbróður sínum Barack Obama um útnefningu demókrata. Um þessar mundir er hún með minna fylgi en Donald Trump, forsetaefni repúblikana í fylgiskönnunum. Mjótt er þó á munum. Vonandi er lítið að marka kannanirnar þessa dagana. Hillary hefur háð langdregna baráttu við flokksbróður sinn Bernie Sanders um útnefningu flokksins. Í prófkjörsslagnum var hún hikandi í gagnrýni á andstæðinginn. Hún forðaðist að gera lítið úr honum persónulega. Þetta var ekki einungis af tillitssemi við flokksbróðurinn – heldur vildi hún forðast að festa í sessi þá ímynd sem margir hafa af henni að hún sé bæði kaldrifjuð og meinfýsin.Spillta HillaryÞá sætti hún opinberri rannsókn vegna meðferðar á tölvupóstum og trúnaðargögnum frá utanríkisráðherratíð sinni. Þrátt fyrir að yfirmenn bandarísku alríkislögreglunnar hafi gefið yfirlýsingu og sagt Hillary hafa ekki brotið lög gengur henni erfiðlega að hrista af sér stimpil óheiðarleika. Trump nýtir sér það í baráttunni. Hann uppnefnir hana „Crooked Hillary“ – sem útleggst á íslensku sem „Spillta Hillary“ – og er hún aldrei kölluð annað í herbúðum hins sigurvissa Trumps. Þetta bætist allt við þá lífseigu ímynd að hún sé ósvífin og köld. Þá er það útbreidd skoðun að þau hjónin, hún og Bill Clinton fyrrverandi forseti, tilheyri hópi forréttindafólks, sem hafi notað opinbera stöðu sína til að maka krókinn.Ólíkt frambjóðendur.vísir/afpFlokksstjórnin dró taum Hillary Ekki bætti úr skák, að nítján þúsund tölvupóstar frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum voru birtir á uppljóstrunarvef WikiLeaks rétt fyrir landsþing flokksins. Lekinn sýndi vantraust flokksstjórnarinnar í garð Sanders – sem sakaði flokksstjórnina ævinlega um að draga taum Hillary í forkosningunum. Réttilega, kom í ljós. Debbie Wasserman Schultz, framkvæmdastjóri Demókrataflokksins, sagði af sér eftir lekann, en hún starfaði sem kosningastjóri Clinton í framboði hennar gegn Obama, árið 2008. Atvikið varpaði skugga á landsþingið, þar sem stuðningsmenn Sanders púuðu í hvert sinn sem nafn Clinton var nefnt á fundinum. Sjálfur hefur Sanders lýst yfir stuðningi við Hillary, meðal annars á landsþinginu sjálfu, og sagt að sameiginlegt markmið allra demókrata hljóti að vera að koma í veg fyrir að Trump fái lyklavöldin í Hvíta húsinu.Æpir á múslima og Mexíkóa Clinton er samt, þrátt fyrir allt, framúrskarandi forsetaefni. Hún er ekki bara fyrrverandi forsetafrú. Hún þótti afburða lögmaður og sat á árum áður í stjórnum stórfyrirtækja, ein örfárra kvenna. Hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki og utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kjör hennar í valdamesta embætti veraldar mynda valda algjörum straumhvörfum í jafnréttisbarátu alls heimsins. Ef stefnumál Trumps og Clinton eru krufin er staðan sem nú er upp komin með hreinum ólíkindum. Hennar stefna er vel ígrundað plagg. Það sem frá honum kemur er hrærigrautur – sumt táknmyndir sjónarmiða, sem margir Bandaríkjamenn skammast sín fyrir. Hann æpir á múslima og Mexíkóa, vill loka landamærum, er andvígur fóstureyðingum og hjónavígslum samkynhneigðra, styður almenna byssueign og er með áherslur í utanríkismálum, sem fáir fá nokkurn botn í. Trump sló tóninn strax í upphafi baráttunnar – með dónaskap og furðulegum yfirlýsingum þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Barátta hans er leðjuslagur. Samt á Hillary á brattann að sækja.Vigdís ruddi brautinaEn hvað myndi það þýða fyrir jafnréttisbaráttuna að fá konu í embætti forseta? Vissulega er ólíku saman að jafna þegar borin eru saman embætti forseta Íslands og eitt valdamesta embætti heims – sjálfan forseta Bandaríkjanna. Samt er óþarfi að gera lítið úr fordæminu, sem Vigdís skapaði. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og baráttukona fyrir kvenréttindum, segist aldrei hafa verið jafn stolt af því að veita einhverjum atkvæði sitt eins og þegar hún kaus Vigdísi til forseta árið 1980. „Allt í einu var kona orðin þessi mikla fyrirmynd. Það skipti gríðarlegu máli fyrir komandi kosningar. Eins og barnið sagði þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti lýðveldisins árið 1996: Abbabbabb – karl orðinn forseti!“ segir Guðrún og hlær. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður tekur undir með Guðrúnu og man vel eftir því þegar Vigdís náði kjöri. „Ég kaus Vigdísi þótt karlar gegndu flestum mikilvægum embættum á þessum tíma. Kannski hafði það áhrif að móðir mín gekk í öll störf í sínum búskap, hvort sem þau töldust kvenna- eða karlastörf. Kosning Vigdísar var auðvitað risa-risastórt skref í kvenréttindabaráttunni sem sannarlega var lífleg á þessum árum, þökk sé rauðsokkum og fleiri framsýnum konum,“ segir Gunnþóra og heldur áfram: „Vigdís jók öllum kvenréttindakonum bjartsýni og öðrum víðsýni. Ég held að krakkar sem ólust upp við það að forsetinn okkar væri kona hljóti að hafa orðið jafnréttissinnaðri fyrir vikið.“ En Vigdís hlaut sinn skerf af gagnrýni frá andstæðingum sínum. Aðallega var fundið að því að hún ætti ekki mann og myndi búa ein á Bessastöðum. Og svo undarlega sem það hljómar, heyrðust raddir sem töldu óvarlegt að kjósa forseta sem hafði látið fjarlægja annað brjóst sitt eftir að hafa fengið krabbamein. „Einhver spurði Vigdísi á einum framboðsfundinum hvort það myndi ekki há henni í embætti að hafa bara eitt brjóst. Vigdís svaraði af tærri snilld: Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti,“ útskýrir Guðrún.Kona passaði ekki í embættiðGunnþóra segir að sumum hafi einfaldlega ekki þótt passa að kona væri forseti. „Svo var hún einstæð móðir en fram að því höfðu hjón setið Bessastaði eftir lýðveldistökuna. Ég man ekki eftir neinu í hennar málflutningi eða framkomu sem sett var út á.“ Gunnþóra var stödd í Svíþjóð þegar úrslit kosninganna árið 1980 lágu fyrir og ljóst var að Vigdís yrði fyrsta konan til að sinna embætti þjóðhöfðingja í heiminum. „Ég gleymi ekki hvað ég var stolt þegar Vigdís kom fram í sjónvarpinu þar. Hún svaraði norrænum fréttamönnum og svissaði milli norsku og sænsku eftir því hver spurði.“ Vigdís vann nauman sigur í kosningunum 1980 en vann hug og hjörtu þjóðarinnar og sat fjögur kjörtímabil. Árið 1988 gaf Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir úr Vestmannaeyjum, kost á sér til embættisins. Vigdísi stóð engin ógn af henni. Hún fékk hvorki meira né minna en 92,7% greiddra atkvæða og sat tvö kjörtímabil til viðbótar við góðan orðstír. Úr því verður skorið hvort Trump eða Clinton hafa sigur í kosningunum vestanhafs í nóvember. Vonandi verður Hillary fyrir Bandaríkjamenn það sem Vigdís var fyrir Íslendinga. Farsæll forseti sem sýnir að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í ágústblaði Glamour. Donald Trump Mest lesið Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Adele gifti bestu vini sína Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Airwaves dress dagsins Glamour Baksviðs með Bob Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Bestu sýningarnar í Mílanó Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour
Í dag ganga Bandaríkjamenn til kosninga og ljóst að þessi dagur getur markað tímamót í sögunni. Við hæfi er því að birta þessa grein sem birtist fyrst í ágústblaði Glamour, en 36 ár eru síðan við Íslendingar kusum konu sem forseta. Hillary Rodham Clinton hlaut útnefningu demókrataflokksins í Bandaríkjunum; fyrst kynsystra sinna til þess að verða forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Sannarlega merkilegur áfangi. Á Íslandi erum við á undan okkar samtíð í þessum efnum. Vigdís Finnbogadóttir var fjórði forseti lýðveldisins og gegndi embætti frá árinu 1980 til 1996. Í ræðu sinni þegar Clinton tók við útnefningunni sagði hún: „Þið hafið sýnt mér mikinn heiður. Við höfum myndað stærstu sprunguna í glerþakið til þessa. Ef litlar stelpur vöktu frameftir til að verða vitni að úrslitunum langar mig að segja að ég gæti orðið fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna – en sú næsta er úr ykkar röðum.“ Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Nú, 36 árum síðar, er möguleiki á að slíkt hið sama gerist í Bandaríkjunum. Mjótt á munumClinton hefur ekki siglt lygnan sjó í baráttu sinni um Hvíta húsið. Fyrir átta árum varð hún að lúta í lægra haldi fyrir flokksbróður sínum Barack Obama um útnefningu demókrata. Um þessar mundir er hún með minna fylgi en Donald Trump, forsetaefni repúblikana í fylgiskönnunum. Mjótt er þó á munum. Vonandi er lítið að marka kannanirnar þessa dagana. Hillary hefur háð langdregna baráttu við flokksbróður sinn Bernie Sanders um útnefningu flokksins. Í prófkjörsslagnum var hún hikandi í gagnrýni á andstæðinginn. Hún forðaðist að gera lítið úr honum persónulega. Þetta var ekki einungis af tillitssemi við flokksbróðurinn – heldur vildi hún forðast að festa í sessi þá ímynd sem margir hafa af henni að hún sé bæði kaldrifjuð og meinfýsin.Spillta HillaryÞá sætti hún opinberri rannsókn vegna meðferðar á tölvupóstum og trúnaðargögnum frá utanríkisráðherratíð sinni. Þrátt fyrir að yfirmenn bandarísku alríkislögreglunnar hafi gefið yfirlýsingu og sagt Hillary hafa ekki brotið lög gengur henni erfiðlega að hrista af sér stimpil óheiðarleika. Trump nýtir sér það í baráttunni. Hann uppnefnir hana „Crooked Hillary“ – sem útleggst á íslensku sem „Spillta Hillary“ – og er hún aldrei kölluð annað í herbúðum hins sigurvissa Trumps. Þetta bætist allt við þá lífseigu ímynd að hún sé ósvífin og köld. Þá er það útbreidd skoðun að þau hjónin, hún og Bill Clinton fyrrverandi forseti, tilheyri hópi forréttindafólks, sem hafi notað opinbera stöðu sína til að maka krókinn.Ólíkt frambjóðendur.vísir/afpFlokksstjórnin dró taum Hillary Ekki bætti úr skák, að nítján þúsund tölvupóstar frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum voru birtir á uppljóstrunarvef WikiLeaks rétt fyrir landsþing flokksins. Lekinn sýndi vantraust flokksstjórnarinnar í garð Sanders – sem sakaði flokksstjórnina ævinlega um að draga taum Hillary í forkosningunum. Réttilega, kom í ljós. Debbie Wasserman Schultz, framkvæmdastjóri Demókrataflokksins, sagði af sér eftir lekann, en hún starfaði sem kosningastjóri Clinton í framboði hennar gegn Obama, árið 2008. Atvikið varpaði skugga á landsþingið, þar sem stuðningsmenn Sanders púuðu í hvert sinn sem nafn Clinton var nefnt á fundinum. Sjálfur hefur Sanders lýst yfir stuðningi við Hillary, meðal annars á landsþinginu sjálfu, og sagt að sameiginlegt markmið allra demókrata hljóti að vera að koma í veg fyrir að Trump fái lyklavöldin í Hvíta húsinu.Æpir á múslima og Mexíkóa Clinton er samt, þrátt fyrir allt, framúrskarandi forsetaefni. Hún er ekki bara fyrrverandi forsetafrú. Hún þótti afburða lögmaður og sat á árum áður í stjórnum stórfyrirtækja, ein örfárra kvenna. Hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki og utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kjör hennar í valdamesta embætti veraldar mynda valda algjörum straumhvörfum í jafnréttisbarátu alls heimsins. Ef stefnumál Trumps og Clinton eru krufin er staðan sem nú er upp komin með hreinum ólíkindum. Hennar stefna er vel ígrundað plagg. Það sem frá honum kemur er hrærigrautur – sumt táknmyndir sjónarmiða, sem margir Bandaríkjamenn skammast sín fyrir. Hann æpir á múslima og Mexíkóa, vill loka landamærum, er andvígur fóstureyðingum og hjónavígslum samkynhneigðra, styður almenna byssueign og er með áherslur í utanríkismálum, sem fáir fá nokkurn botn í. Trump sló tóninn strax í upphafi baráttunnar – með dónaskap og furðulegum yfirlýsingum þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Barátta hans er leðjuslagur. Samt á Hillary á brattann að sækja.Vigdís ruddi brautinaEn hvað myndi það þýða fyrir jafnréttisbaráttuna að fá konu í embætti forseta? Vissulega er ólíku saman að jafna þegar borin eru saman embætti forseta Íslands og eitt valdamesta embætti heims – sjálfan forseta Bandaríkjanna. Samt er óþarfi að gera lítið úr fordæminu, sem Vigdís skapaði. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og baráttukona fyrir kvenréttindum, segist aldrei hafa verið jafn stolt af því að veita einhverjum atkvæði sitt eins og þegar hún kaus Vigdísi til forseta árið 1980. „Allt í einu var kona orðin þessi mikla fyrirmynd. Það skipti gríðarlegu máli fyrir komandi kosningar. Eins og barnið sagði þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti lýðveldisins árið 1996: Abbabbabb – karl orðinn forseti!“ segir Guðrún og hlær. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður tekur undir með Guðrúnu og man vel eftir því þegar Vigdís náði kjöri. „Ég kaus Vigdísi þótt karlar gegndu flestum mikilvægum embættum á þessum tíma. Kannski hafði það áhrif að móðir mín gekk í öll störf í sínum búskap, hvort sem þau töldust kvenna- eða karlastörf. Kosning Vigdísar var auðvitað risa-risastórt skref í kvenréttindabaráttunni sem sannarlega var lífleg á þessum árum, þökk sé rauðsokkum og fleiri framsýnum konum,“ segir Gunnþóra og heldur áfram: „Vigdís jók öllum kvenréttindakonum bjartsýni og öðrum víðsýni. Ég held að krakkar sem ólust upp við það að forsetinn okkar væri kona hljóti að hafa orðið jafnréttissinnaðri fyrir vikið.“ En Vigdís hlaut sinn skerf af gagnrýni frá andstæðingum sínum. Aðallega var fundið að því að hún ætti ekki mann og myndi búa ein á Bessastöðum. Og svo undarlega sem það hljómar, heyrðust raddir sem töldu óvarlegt að kjósa forseta sem hafði látið fjarlægja annað brjóst sitt eftir að hafa fengið krabbamein. „Einhver spurði Vigdísi á einum framboðsfundinum hvort það myndi ekki há henni í embætti að hafa bara eitt brjóst. Vigdís svaraði af tærri snilld: Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti,“ útskýrir Guðrún.Kona passaði ekki í embættiðGunnþóra segir að sumum hafi einfaldlega ekki þótt passa að kona væri forseti. „Svo var hún einstæð móðir en fram að því höfðu hjón setið Bessastaði eftir lýðveldistökuna. Ég man ekki eftir neinu í hennar málflutningi eða framkomu sem sett var út á.“ Gunnþóra var stödd í Svíþjóð þegar úrslit kosninganna árið 1980 lágu fyrir og ljóst var að Vigdís yrði fyrsta konan til að sinna embætti þjóðhöfðingja í heiminum. „Ég gleymi ekki hvað ég var stolt þegar Vigdís kom fram í sjónvarpinu þar. Hún svaraði norrænum fréttamönnum og svissaði milli norsku og sænsku eftir því hver spurði.“ Vigdís vann nauman sigur í kosningunum 1980 en vann hug og hjörtu þjóðarinnar og sat fjögur kjörtímabil. Árið 1988 gaf Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir úr Vestmannaeyjum, kost á sér til embættisins. Vigdísi stóð engin ógn af henni. Hún fékk hvorki meira né minna en 92,7% greiddra atkvæða og sat tvö kjörtímabil til viðbótar við góðan orðstír. Úr því verður skorið hvort Trump eða Clinton hafa sigur í kosningunum vestanhafs í nóvember. Vonandi verður Hillary fyrir Bandaríkjamenn það sem Vigdís var fyrir Íslendinga. Farsæll forseti sem sýnir að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í ágústblaði Glamour.
Donald Trump Mest lesið Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Adele gifti bestu vini sína Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Airwaves dress dagsins Glamour Baksviðs með Bob Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Bestu sýningarnar í Mílanó Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour