Lífið

Björk fékk gesti í Eldborg til að dansa og syngja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björk á tónleikum í London í september.
Björk á tónleikum í London í september. Vísir/Getty
Björk Guðmundsdóttir tróð upp á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í dag. Tónleikarnir stóðu yfir í um tvo tíma og virðist almenn ánægja ríkja með þá ef marka má tónleikagesti sem Vísir ræddi við og ummæli á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta skipti sem Björk kemur fram í Eldborg.

Björk átti að spila á Iceland Airwaves í fyrra en þurfti að aflýsa tónleikunum vegna radderfiðleika. Ári síðar er hún mætt og verður raunar með aðra tónleika í Hörpu á þriðjudaginn.

Björk spilaði fjölmörg lög af nýjustu plötu sinni Vulnicura ásamt fleirum en lauk svo tónleikunum á laginu Pluto af plötunni Homogenic. Áður en hún flutti lagið hvatti hún tónleikagesti til að standa á fætur, dansa og syngja með.

Tónleikagestir hlýddu listamanninum og brutust út mikil fagnaðarlæti í lok tónleikanna. Meðal tónleikagesta voru Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og David Fricke, aðstoðarritstjóri tónlistartímaritsins Rolling Stone.

Ítarlega verður fjallað um tónleika Bjarkar á Vísi á morgun.

#Bjork time.

A photo posted by Reykjavik Grapevine (@rvkgrapevine) on

That speck of magical blue dust is #Björk ☄️

A photo posted by Stereogum (@stereogum) on

#bjork #airwaves

A photo posted by Felipe Perroni (@p.perroni) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.