Lífið

Mikill fjöldi fólks sótti jarðhitasýningu í Hellisheiðavirkjun

Anton Egilsson skrifar
Margt var um manninn í Hellisheiðarvirkjun í dag.
Margt var um manninn í Hellisheiðarvirkjun í dag. Mynd: Orka nátturunnar
Það var fjölmennt á fjölskyldudegi Orku náttúrunnar í Hellisheiðarvirkjun í dag þar sem boðið var upp á jarðhitasýningu í virkjuninni. Vel á fjórða hundrað manns mættu til að fræðast um jarðhitann og hvernig hann er nýttur.

Þar var sýnt með áhugaverðum hætti hvernig jarðhitinn er nýttur og sýnt hvernig jarðhitagasi, koltvísýringi þar á meðal, var breytt í grjót. Þá voru nýstárleg uppgræðsluverkefni ON á Hellisheiði og uppbygging á innviðum fyrir rafbíla kynnt.

,,Um hundrað þúsund manns koma á jarðhitasýninguna ár hvert. Flestir gestanna eru erlendir ferðamenn en með fjölskyldudeginum vildum við gefa Íslendingum á öllum aldri kost á að kynna sér kraftinn í Henglinum, eldfjallinu sem jarðvarmavirkjanir fyrirtækisins vinna úr rafmagn og heitt vatn.“  Segir Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.