Lífið

Brad Pitt fer fram á sameiginlegt forræði

Anton Egilsson skrifar
Brad Pitt og Angelina Jolie eiga saman sex börn.
Brad Pitt og Angelina Jolie eiga saman sex börn. vísir/getty
Brad Pitt sækist eftir sameiginlegu forræði yfir sex börnum hans og leikkonunnar Angelinu Jolie.  Þetta kemur fram í skilnaðargögnum sem Pitt lagði inn til dómara á föstudag en fréttaveitan CNN hefur þau undir höndum.

Jolie sótti um skilnað frá Pitt í september eftir rúmlega tveggja ára hjónaband en þau hafa verið saman síðan árið 2004. Pitt hefur áður sagt að parið hafi gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Fréttir af skilnaðinum komu hálfri heimsbyggðinni í opna skjöldu enda um að ræða eitt mesta stjörnuparið í heiminum í dag. 

Fer Jolie fram á fullt forræði yfir öllum sex börnum þeirra. Í skilnaðarpappírunum kemur fram að ástæðan fyrir því að Jolie sæki um skilnað sé óásættanlegur ágreiningur. Lögmaður Jolie sagði ákvörðunina hafa verið tekna með hagsmuni fjölskyldunnar að leiðarljósi. 

„Ég er mjög sorgmæddur vegna þessa, en það sem mestu skiptir er líðan barna okkar. Ég vil vinsamlega biðja fjölmiðla um að gefa þeim það svigrúm sem þau eiga skilið á þessum erfiðu tímum.” Sagði Pitt í kjölfar þess að Jolie sótti um skilnað. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×