Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2016 18:00 Guðjón Valur skoraði fjögur mörk í leiknum. vísir/ernir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%). EM 2018 í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%).
EM 2018 í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira