Klæddu þig rétt fyrir Airwaves Ritstjórn skrifar 4. nóvember 2016 14:45 Glamour/Getty Tónlistarhátíðin Airwaves nær hápunkti sínum um helgina þegar tónlistardrottningarnar PJ Harvey og Björk stíga á stokk. En það er sérstakur stíll sem fylgir tónleikagestum og hér eru nokkrar lykilflíkur sem Airwaves farar af báðum kynjum ættu að skoða fyrir kvöldið og helgina. Götutískan er þar í fyrirrúmi sem og þægindin. Bomberjakkinn:Þessi jakki kom aftur á tískuradarinn á seinasta ári og er ekkert á leiðinni neitt þennan veturinn. Þægilegur jakki, sérstaklega á þessum árstíma, hvorki og heitur og fyrirferðamikill né of þunnur svo maður krókni á röltinu milli tónleikastaða. Hettupeysan:Hetturpeysa er ein vinsælasta flík landsins um þessar mundir og má nota við hvað sem er. Töffaraleg, hlý og svo má bregða hettunni yfir hausinn þegar rignir - hentugt.Bakpokinn:Er ekki best að reyna að hafa báðar hendur tómar þegar maður er að dilla sér við taktfasta tóna? Bakpokinn er ekki bara fyrir skólabækur og einstaklega góður yfir hátíðir sem þessar þar sem maður er að flakka á milli í bænum.Þægilegur skóbúnaður: Það er mjög mikilvægt að vera í þægilegum skóbúnaði á tónlistarhátíðum. Bæði til að geta dansað af vild og svo stendur maður mikið eða gengur á milli. Að vera í óþægilegum skóm getur eyðilagt heilt kvöld - fallegir flatbotna leðurskór eða bara einfaldlega strigaskór eru til dæmis gott val.Höfuðfat: Það er alltaf gaman að skoða klæðaburð gesta tónlistarhátíða eins og Airwaves en ein flík er yfirleitt meira áberandi en aðrar og það er hatturinn. Ekki er vitað hvað það er nákvæmlega við hattinn sem gerir hann að tilvöldum höfuðbúnaði tónleika en það setur óneitanlega skemmtilegt yfirbragð.Rifnar gallabuxur:Já, það má ekki gleyma aðalflíkinni. Gallabuxurnar. Flíkin sem kemur í mörgum ólíkum sniðum og stílum en í ár eiga þær helst að vera ljósbláar og örlítið rifnar neðst eða á hnjám. Svona ef maður vill fara eftir trendunum góðu. Airwaves Glamour Tíska Mest lesið All Saints koma saman á ný Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Madonna táraðist er hún talaði um nauðgun og kynjamisrétti Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Búið spil eftir 10 mánaða samband Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Orlando Bloom litar sig ljóshærðan Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Derek Zoolander kemst á forsíðu Vogue Glamour
Tónlistarhátíðin Airwaves nær hápunkti sínum um helgina þegar tónlistardrottningarnar PJ Harvey og Björk stíga á stokk. En það er sérstakur stíll sem fylgir tónleikagestum og hér eru nokkrar lykilflíkur sem Airwaves farar af báðum kynjum ættu að skoða fyrir kvöldið og helgina. Götutískan er þar í fyrirrúmi sem og þægindin. Bomberjakkinn:Þessi jakki kom aftur á tískuradarinn á seinasta ári og er ekkert á leiðinni neitt þennan veturinn. Þægilegur jakki, sérstaklega á þessum árstíma, hvorki og heitur og fyrirferðamikill né of þunnur svo maður krókni á röltinu milli tónleikastaða. Hettupeysan:Hetturpeysa er ein vinsælasta flík landsins um þessar mundir og má nota við hvað sem er. Töffaraleg, hlý og svo má bregða hettunni yfir hausinn þegar rignir - hentugt.Bakpokinn:Er ekki best að reyna að hafa báðar hendur tómar þegar maður er að dilla sér við taktfasta tóna? Bakpokinn er ekki bara fyrir skólabækur og einstaklega góður yfir hátíðir sem þessar þar sem maður er að flakka á milli í bænum.Þægilegur skóbúnaður: Það er mjög mikilvægt að vera í þægilegum skóbúnaði á tónlistarhátíðum. Bæði til að geta dansað af vild og svo stendur maður mikið eða gengur á milli. Að vera í óþægilegum skóm getur eyðilagt heilt kvöld - fallegir flatbotna leðurskór eða bara einfaldlega strigaskór eru til dæmis gott val.Höfuðfat: Það er alltaf gaman að skoða klæðaburð gesta tónlistarhátíða eins og Airwaves en ein flík er yfirleitt meira áberandi en aðrar og það er hatturinn. Ekki er vitað hvað það er nákvæmlega við hattinn sem gerir hann að tilvöldum höfuðbúnaði tónleika en það setur óneitanlega skemmtilegt yfirbragð.Rifnar gallabuxur:Já, það má ekki gleyma aðalflíkinni. Gallabuxurnar. Flíkin sem kemur í mörgum ólíkum sniðum og stílum en í ár eiga þær helst að vera ljósbláar og örlítið rifnar neðst eða á hnjám. Svona ef maður vill fara eftir trendunum góðu.
Airwaves Glamour Tíska Mest lesið All Saints koma saman á ný Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Madonna táraðist er hún talaði um nauðgun og kynjamisrétti Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Búið spil eftir 10 mánaða samband Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Orlando Bloom litar sig ljóshærðan Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Derek Zoolander kemst á forsíðu Vogue Glamour