Lífið

Milljónir féllu fyrir falskri beinni útsendingu á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Beina útsendingin sem var ekki í beinni.
Beina útsendingin sem var ekki í beinni.
Svo virðist sem að fjölmargir netverjar hafi verið gabbaðir á Facebook í dag. Interestinate birti myndband sem átti að vera bein útsending af manni að skipta um peru á 600 metra háu mastri. Því var haldið fram að um fjögurra klukkutíma beina útsendingu væri að ræða. Myndbandið var reyndar hvorki fjögurra tíma langt, né í beinni útsendingu.

Tæplega sex og hálf milljón manna hafa nú horft á hina meintu beinu útsendingu hjá Interestinate, en USA Viral birti myndbandið einnig þar sem tæp milljón manna hefur horft. Rúmlega 55 þúsund manns hafa deilt myndbandinu, um 260 þúsund hafa líkað við það og 216 þúsund skrifað athugasemd. Vert er að taka fram að ­Lífið féll einnig í gildruna og deildi myndbandinu á Facebook.

Í rauninni er myndbandið 18 mínútna langt og var það endurtekið í fjóra tíma.

Elsta útgáfan af myndbandinu sem blaðamenn BBC fundu var birt á Youtube þann 21. september í fyrra. Þar segir að verið sé að skoða mastur sem sé 600 metra hátt og staðsett í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Í síðasta mánuði féllu einnig fjölmargir fyrir myndbandi sem átti að vera bein útsending af geimgöngu í Alþjóðlegu geimstöðinni. Það var þó unnið myndband sem notaðist við efni úr gömlum útsendingum NASA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×