Lífið

Foreldrar hrella börnin sín enn eina ferðina fyrir Jimmy Kimmel

Samúel Karl Ólason skrifar
Á hrekkjavöku flykkjast börn í leit að sælgæti á götur Bandaríkjanna. Þar ganga þau í grímubúningum á milli húsa og biðja húsráðendur um að gefa sér sælgæti ellegar verði þeir hrekktir. Þáttastjórnandi Jimmy Kimmel hefur nú undanfarin ár beðið foreldra um að ljúga að börnum sínum daginn eftir að þau hafi borðað allt nammið þeirra.

Viðbrögð barnanna eru svo tekin upp á myndband og eru þau send til Kimmel.

Sum börn taka fregnum af nammiáti foreldra sinna af stóískri ró, en aðrir ekki. Í myndbandi sem Kimmel birti í gær má sjá börn meðal annars hóta því að rassskella foreldra sína og jafnvel ráðast á þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×