Civilization 6: Áratuga reynsla skilar frábærum leik Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 08:45 Allt frá því að fyrsti Civilization leikur goðsagnarinnar Sid Meier kom út árið 1991 hafa leikirnir verið fínpússaðir og endurbættir í ljósi reynslunnar, betri tækni og annarra atriða. Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. Nánast allt er betra en áður og nýjar breytingar, sem er nóg af, heppnast mjög vel. Eftir að hafa spilað líklegast alla leikina og þann síðasta, Beyond Earth, alveg óeðlilega mikið neyddi Civ 6 mig til þess að kynna mér margar hliðar leiksins upp á nýtt. Sid Meier hefur ákvað greinilega að hrista verulega upp í hlutunum og það kemur vel út. Eins og áður snýst Civ út á að byggja upp siðmenningu sem stenst tímans tönn. Byggja heri, stórkostlegar byggingar og menningu og sigra andstæðinga sína, hvort sem það er með hernaði, trú, vísindum eða einhverju öðru.Eins og einhverjir tóku ef til vill eftir í stiklunni hér að ofan, talsetur stórleikarinn Sean Bean leikinn, sem er frábært. Persónur hans virðast þó deyja í öllu sem hann gerir, sem hefur ekki enn gerst hjá mér eftir að hafa spilað í einhverja 30 tíma, en ég á alltaf von á því. Þannig forðast maður vonbrigði eins og þessi. Svo við komum aftur að því sem búið er að breyta í leiknum, þá hefur tækniþróun siðmenninga í Civ 6 verið skipt upp í tvo flokka. Annar snýr að hreinum vísindum og þar er tækni þróuð með því að byggja rannsóknarstöðvar og safna „research“. Hinn flokkurinn snýr að menningarlegum atriðum sem eru uppgötvuð með því að byggja leikhús og menningarhverfi. Þá má stytta tímann sem það tekur að rannska hverja tækni fyrir sig með því að uppfylla ákveðin skilyrði sem fylgir hverri tækni. Önnur breyting er að spilarar þurfa að skipuleggja borgir sínar mun betur en áður. Í gömlu leikinum tóku borgir bara einn reit en svo er ekki lengur. Til að byggja þarf til dæmis fyrst að byggja fjármálahverfi, sem tekur heilan reit út af fyrir sig. Undur taka einnig reiti og allt sem er byggt fær ákveðna bónusa eftir því hvar það er byggt. Þá er eingöngu hægt að byggja ákveðin undur á ákveðnum tegundum reita. Allt felur þetta í sér að spilarar þurfa að hugsa betur út í hvar þeir byggja borgir og hvernig. Þá hefur verkaflokkum og hvernig þeir virka verið breytt nokkuð. Nú byggja þeir hluti eins og bændabýli og námur samstundis, en þeir hafa einungis takmarkaðan fjölda aðgerða áður en þeir hverfa. Þá hefur vegakerfi leikjanna verið breytt verulega, þar sem verkaflokkar byggja þá ekki lengur. Þess í stað eru þeir byggðir með því að senda verslunarmenn á milli borga.Huga þarf meira að skipulagi borga en áður.Útlit Civ 6 hefur færst nokkuð nærri teiknimyndaútliti. Það lítur svo sem ágætlega út, en mér finnst það eitthvað skrítið. Annars lítur leikurinn vel út. Það er mikil hreyfing á kortinu, meiri en hefur sést áður. Öldur lenda á ströndum og hægt er að sjá starfsemi í námum öðrum iðnaði. Nú geta spilarar líka loksins skammað tölvugerða andstæðinga sína fyrir það sem þeir hafa verið að skamma okkur fyrir um árabil. „Ekki byggja borg svona nærri mér“, „Færðu þessa hermenn frá landamærum mínum“ og svo framvegis. Þetta virkar þó ekkert frábærlega. Allavega í samskiptum mínum við Pétur hinn mikla í nokkrum af þeim leikjum sem ég hef spilað, þar sem hann hefur verið nágranni minn. Hann er alger drullusokkur og lygari. Það líður yfirleitt ekki langur tími þar til Pétur er farinn að senda fjöldan allan af trúboðum til borganna minna sem laða þegna mína frá minni frábæru trú, sem ég kýs að kalla Sammism. Þannig tapa ég mikilvægum bónusum á framleiðslu og fólksfjölgun sem fylgir Sammism. Lof sé Samma! Þá sendi ég Pétri línu og bið hann vinsamlegast um að hætta þessu. Svarið hefur hingað til alltaf verið eins: „Þú ert nú meira fíflið, en ég get svo sem orðið við þessari beiðni,“ segir Pétur (Mjög lauslega þýtt). Nokkrum umferðum síðar eru trúboðarnir mættir aftur og Pétur brýtur loforð sitt. Þá fordæmi ég Pétur fyrir svikin og bíð í fimm umferðir áður en ég lýsi yfir stríði við Rússland. Með því get ég minnkað þá neikvæðni sem aðrir leiðtogar sýna mér fyrir að lýsa yfir stríði. Með því að fara í réttmætt stríð, sem er skemmtileg tilbreytni.Drullusokkurinn og lygarinn Pétur hinn mikli.Í stað þess að rembast við að reyna að láta andstæðingana hegða sér eins og menn, sem hefur gengið illa í gegnum árin, hefur Firaxis tekið upp á því að láta hvern þjóðarleiðtoga haga ákvörðunum sínum eftir ákveðnum stöðlum. Sumum er vel við stóra heri og öðrum ekki, sumum er vel við ákveðnar tegundir ríkisstjórna og koll af kolli. Það felur í sér að hver andstæðingur verður fyrirsjáanlegri og fyrir vikið verður hegðun þeirra nokkuð raunverulegri. Eins og með aðra Civilization leiki verður þessi líka frekar pússaður til og breytt með útgáfu aukapakka seinna meir. Þeir hafa iðulega gert mjög mikið fyrir fyrri leikina. Ég er nokkuð viss um að Civ 6 muni reynast mikill tímaþjófur á komandi mánuðum og árum. Hann virkar betur útfærður en eldri leikir seríunnar og eins og áður segir, þá koma nýjar breytingar mjög vel út. Upprunalegi Civilization frá árinu 1991 Hvernig útlitið er í dag. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Fyrri heimsstyrjöldin reynist tilvalin vettvangur fyrir Battlefield seríuna. 26. október 2016 08:45 FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00 Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00 Hin krúttlegasta uppreisn Í Anarcute þurfa spilarar að safna saman hópi dýra og beita skynsemi til þess að frelsa fjórar borgir úr haldi stjórnvalda. 28. júlí 2016 15:30 Beinagrind að frábærum tölvuleik No Man's Sky lítur vel út en er einhæfur. 25. ágúst 2016 20:00 Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00 Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00 World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa Í nýjum aukapakka fjölspilunarleiksins er enginn skortur á efni. Það er reyndar svo mikið að erfitt er að ráðstafa spilunartíma sínum. 5. september 2016 21:40 Fordómar og ótti stjórna ferðinni Deus Ex: Mankind Divided er hinn fínasti framhaldsleikur. 6. september 2016 20:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Allt frá því að fyrsti Civilization leikur goðsagnarinnar Sid Meier kom út árið 1991 hafa leikirnir verið fínpússaðir og endurbættir í ljósi reynslunnar, betri tækni og annarra atriða. Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. Nánast allt er betra en áður og nýjar breytingar, sem er nóg af, heppnast mjög vel. Eftir að hafa spilað líklegast alla leikina og þann síðasta, Beyond Earth, alveg óeðlilega mikið neyddi Civ 6 mig til þess að kynna mér margar hliðar leiksins upp á nýtt. Sid Meier hefur ákvað greinilega að hrista verulega upp í hlutunum og það kemur vel út. Eins og áður snýst Civ út á að byggja upp siðmenningu sem stenst tímans tönn. Byggja heri, stórkostlegar byggingar og menningu og sigra andstæðinga sína, hvort sem það er með hernaði, trú, vísindum eða einhverju öðru.Eins og einhverjir tóku ef til vill eftir í stiklunni hér að ofan, talsetur stórleikarinn Sean Bean leikinn, sem er frábært. Persónur hans virðast þó deyja í öllu sem hann gerir, sem hefur ekki enn gerst hjá mér eftir að hafa spilað í einhverja 30 tíma, en ég á alltaf von á því. Þannig forðast maður vonbrigði eins og þessi. Svo við komum aftur að því sem búið er að breyta í leiknum, þá hefur tækniþróun siðmenninga í Civ 6 verið skipt upp í tvo flokka. Annar snýr að hreinum vísindum og þar er tækni þróuð með því að byggja rannsóknarstöðvar og safna „research“. Hinn flokkurinn snýr að menningarlegum atriðum sem eru uppgötvuð með því að byggja leikhús og menningarhverfi. Þá má stytta tímann sem það tekur að rannska hverja tækni fyrir sig með því að uppfylla ákveðin skilyrði sem fylgir hverri tækni. Önnur breyting er að spilarar þurfa að skipuleggja borgir sínar mun betur en áður. Í gömlu leikinum tóku borgir bara einn reit en svo er ekki lengur. Til að byggja þarf til dæmis fyrst að byggja fjármálahverfi, sem tekur heilan reit út af fyrir sig. Undur taka einnig reiti og allt sem er byggt fær ákveðna bónusa eftir því hvar það er byggt. Þá er eingöngu hægt að byggja ákveðin undur á ákveðnum tegundum reita. Allt felur þetta í sér að spilarar þurfa að hugsa betur út í hvar þeir byggja borgir og hvernig. Þá hefur verkaflokkum og hvernig þeir virka verið breytt nokkuð. Nú byggja þeir hluti eins og bændabýli og námur samstundis, en þeir hafa einungis takmarkaðan fjölda aðgerða áður en þeir hverfa. Þá hefur vegakerfi leikjanna verið breytt verulega, þar sem verkaflokkar byggja þá ekki lengur. Þess í stað eru þeir byggðir með því að senda verslunarmenn á milli borga.Huga þarf meira að skipulagi borga en áður.Útlit Civ 6 hefur færst nokkuð nærri teiknimyndaútliti. Það lítur svo sem ágætlega út, en mér finnst það eitthvað skrítið. Annars lítur leikurinn vel út. Það er mikil hreyfing á kortinu, meiri en hefur sést áður. Öldur lenda á ströndum og hægt er að sjá starfsemi í námum öðrum iðnaði. Nú geta spilarar líka loksins skammað tölvugerða andstæðinga sína fyrir það sem þeir hafa verið að skamma okkur fyrir um árabil. „Ekki byggja borg svona nærri mér“, „Færðu þessa hermenn frá landamærum mínum“ og svo framvegis. Þetta virkar þó ekkert frábærlega. Allavega í samskiptum mínum við Pétur hinn mikla í nokkrum af þeim leikjum sem ég hef spilað, þar sem hann hefur verið nágranni minn. Hann er alger drullusokkur og lygari. Það líður yfirleitt ekki langur tími þar til Pétur er farinn að senda fjöldan allan af trúboðum til borganna minna sem laða þegna mína frá minni frábæru trú, sem ég kýs að kalla Sammism. Þannig tapa ég mikilvægum bónusum á framleiðslu og fólksfjölgun sem fylgir Sammism. Lof sé Samma! Þá sendi ég Pétri línu og bið hann vinsamlegast um að hætta þessu. Svarið hefur hingað til alltaf verið eins: „Þú ert nú meira fíflið, en ég get svo sem orðið við þessari beiðni,“ segir Pétur (Mjög lauslega þýtt). Nokkrum umferðum síðar eru trúboðarnir mættir aftur og Pétur brýtur loforð sitt. Þá fordæmi ég Pétur fyrir svikin og bíð í fimm umferðir áður en ég lýsi yfir stríði við Rússland. Með því get ég minnkað þá neikvæðni sem aðrir leiðtogar sýna mér fyrir að lýsa yfir stríði. Með því að fara í réttmætt stríð, sem er skemmtileg tilbreytni.Drullusokkurinn og lygarinn Pétur hinn mikli.Í stað þess að rembast við að reyna að láta andstæðingana hegða sér eins og menn, sem hefur gengið illa í gegnum árin, hefur Firaxis tekið upp á því að láta hvern þjóðarleiðtoga haga ákvörðunum sínum eftir ákveðnum stöðlum. Sumum er vel við stóra heri og öðrum ekki, sumum er vel við ákveðnar tegundir ríkisstjórna og koll af kolli. Það felur í sér að hver andstæðingur verður fyrirsjáanlegri og fyrir vikið verður hegðun þeirra nokkuð raunverulegri. Eins og með aðra Civilization leiki verður þessi líka frekar pússaður til og breytt með útgáfu aukapakka seinna meir. Þeir hafa iðulega gert mjög mikið fyrir fyrri leikina. Ég er nokkuð viss um að Civ 6 muni reynast mikill tímaþjófur á komandi mánuðum og árum. Hann virkar betur útfærður en eldri leikir seríunnar og eins og áður segir, þá koma nýjar breytingar mjög vel út. Upprunalegi Civilization frá árinu 1991 Hvernig útlitið er í dag.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Fyrri heimsstyrjöldin reynist tilvalin vettvangur fyrir Battlefield seríuna. 26. október 2016 08:45 FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00 Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00 Hin krúttlegasta uppreisn Í Anarcute þurfa spilarar að safna saman hópi dýra og beita skynsemi til þess að frelsa fjórar borgir úr haldi stjórnvalda. 28. júlí 2016 15:30 Beinagrind að frábærum tölvuleik No Man's Sky lítur vel út en er einhæfur. 25. ágúst 2016 20:00 Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00 Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00 World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa Í nýjum aukapakka fjölspilunarleiksins er enginn skortur á efni. Það er reyndar svo mikið að erfitt er að ráðstafa spilunartíma sínum. 5. september 2016 21:40 Fordómar og ótti stjórna ferðinni Deus Ex: Mankind Divided er hinn fínasti framhaldsleikur. 6. september 2016 20:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Fyrri heimsstyrjöldin reynist tilvalin vettvangur fyrir Battlefield seríuna. 26. október 2016 08:45
FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00
Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00
Hin krúttlegasta uppreisn Í Anarcute þurfa spilarar að safna saman hópi dýra og beita skynsemi til þess að frelsa fjórar borgir úr haldi stjórnvalda. 28. júlí 2016 15:30
Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00
Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00
World of Warcraft gæti verið að ná sínum hæstu hæðum til þessa Í nýjum aukapakka fjölspilunarleiksins er enginn skortur á efni. Það er reyndar svo mikið að erfitt er að ráðstafa spilunartíma sínum. 5. september 2016 21:40
Fordómar og ótti stjórna ferðinni Deus Ex: Mankind Divided er hinn fínasti framhaldsleikur. 6. september 2016 20:30