Lífið

Zayn Malik þjáðist af átröskun: „Sé núna hve veikur ég var“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Zayn Malik hætti í sveitinni One Direction í mars 2015.
Zayn Malik hætti í sveitinni One Direction í mars 2015. Vísir/Getty
Söngvarinn Zayn Malik þjáðist af átröskun þegar hann var í strákasveitinni One Direction. Þessu segir hann frá í nýrri bók sinni. Aðdáendur One Direction bíða spenntir eftir bók Malik en þar fer hann hispurslaust yfir tíma sinn í hljómsveitinni.

Í kafla úr bókinni sem birtist á The Sun, segir Malik að þegar hann sjái myndir frá árinu 2014 átti hann sig á hve veikur hann var.

„Eitthvað sem ég hef aldrei talað um opinberlega áður, en eitthvað sem ég hef áttað mig á síðan ég hætti í sveitinni, er að ég þjáðist af átröskun,“ segir Malik.

„Ég hafði ekki áhyggjur af þyngd eða neitt svoleiðis, en það liðu stundum nokkrir dagar, stundum þrír dagar í röð, þar sem ég borðaði ekkert. Þetta varð frekar alvarlegt, en ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var.“

Zayn ásamt hljómsveitarfélögum sínum árið 2014Vísir/Getty
Þurfti að neita ásökunum um eiturlyfjafíkn

„Ég held að þetta hafi snúist um stjórn. Mér fannst ég ekki hafa stjórn yfir neinu í lífi mínu, en matur var eitthvað sem ég gat stjórnað, svo ég gerði það.“

Á sama tíma þurfti hann að neita ásökunum og eiturlyfjafíkn, vegna þess hve veiklulegur hann var í útliti þegar hann sleppti viðtölum með hljómsveitarfélögum sínum.

„Ég léttist svo mikið að ég varð veikur. Vinnuálagið og hraðinn á lífinu á tónleikaferðalögum ásamt pressunni og álaginu sem fylgdu öllu innan sveitarinnar höfðu slæm áhrif á matarvenjur mínar.“

Zayn Malik hætti í One Direction í mars 2015 og hefur í kjölfarið hafið sólóferil. Þá hætti hann einnig með unnustu sinni til fjögurra ára, Perrie Edwards.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×