Lífið

Adele opnar sig um fæðingarþunglyndi sitt: „Fannst eins og ég hafi tekið verstu ákvörðun lífs míns“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Adele er gríðarlega vinsæl.
Adele er gríðarlega vinsæl. Vísir/Getty
Adele hefur opnað sig um fæðingarþunglyndi sem hún þjáðist af eftir að átt son sinn Angelo fyrir fjórum árum síðan Adele var í forsíðuviðtali við Vanity Fair þar sem kemur fram að skömmu eftir fæðingu sonar síns hafi henni fundist hún hafa tekið „verstu ákvörðun lífs síns.“

Hinn 28 ára gamla Adele segir þó einnig að hún „elski son sinn meira en allt“ en að hún hafi átt mjög erfitt með að aðlagast nýju lífi sem móðir.

„Ég var heltekin af barninu mínu, mér fannst ég alls ekki nógu góð,“ sagði Adele en Angelo er eina barn hennar og Simon Konecki. Það var Simon sem hjálpaði henni að vinna sigur á fæðingarþunglyndi sínu en hann ráðlagði henni að ræða vandamál sín við aðrar mæður. Adele segist hafa hafnað því í fyrstu en um leið og hún ræddi við vinkonu sína sem átti einnig barn hafi horft til betri tíðar.

Adele segir að það hafi einnig hjálpað henni mjög mikið að taka eitt kvöld á viku bara fyrir sjálfa sig. Viðtalið er tekið í tilefni þess að tíu mánaða tónleikaferðalagi hennar vegna nýju plötunnar 25 er að ljúka. Adele segir að henni finnist erfitt að vera fjarri syni sínum, jafnvel þótt hann sé með henni á tónleikaferðalaginu.

„Mér finnst mjög gaman að ferðast og koma fram en ég er samt með samviskubit vegna þess að ég er með svakalega tónleikaferðalag, og jafnvel þó að sonur minn sé með mér, koma sum kvöld þar sem ég get ekki svæft hann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×