Laglegri og hærri S-Cross Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 10:17 Suzuki S-Cross er nú með 18 cm undir lægsta punkt og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur bílsins. Forveri Suzuki S-Cross bílsins sem hefur fengist hér á landi í nokkur ár var Suzuki SX4, en árið 2013 var skipt um nafn og bíllinn stækkaði umtalsvert og fór farangursrými bílsins til að mynda úr 270 lítrum í 430 lítra. Bílar Suzuki eru almennt smáir og bílaframleiðendinn þekktur fyrir það, sem og gott fjórhjóladrif sem er í þeim flestum. Því má ef til vill segja að S-Cross sé fremur stór á meðal Suzuki bíla og sannarlega góður ferðabíll með 18 cm undir lægsta punkt, gott farþega- og flutningsrými og fjórhjóladrif til að komast um á erfiðari leiðum. Bíllinn hækkaði um 1 cm undir lægsta punkt við andlitslyftinguna og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur. Það er líka einhver góð ástæða fyrir því að margar bílaleigur landsins hafa valið Suzuki bíla í sína þjónustu, þar fara bílar sem henta íslenskum vegum, leigutakar komast leiðar sinnar á þeim og þar sem þeir ferðast oftast um í pörum og sjaldnar í stórum fjölskyldum eru Suzuki bílar nógu stórir til starfans. Auk þess eru þeir áreiðanlegir og kosta ekki mikið og því ekki eins dýrir í leigu og stærri fjórhjóladrifsbílar. Þetta vita margir Íslendingar og því eru bílar Suzuki vinsælir á meðal þeirra líka. Lagleg andlitslyfting Núverandi kynslóð S-Cross er orðin 3 ára og því komið að andlitslyftingu á bílnum og þessi snaggaralegi bíll orðinn fríðari og með mun grimmari framenda. Oft er talað um það að S-Cross sé einn helsti samkeppnisbíll Nissan Qashqai, sem er mest seldi jepplingur Evrópu og reyndar heimsins alls. Það fer heldur ekki hjá því að bílarnir séu líkir og það á við einn samkeppnisbílinn enn, þ.e. Kia Sportage. Þeir eru ekki bara svipaðir í útliti, heldur stærð einnig, þó svo Kia Sportage hafi vinninginn hvað farangursrými varðar. Flestir eru þó á því að Suzuki S-Cross hafi vinninginn þegar kemur að skemmtanagildi í akstri og hæfni til að glíma við erfiðari aðstæður. Það kom í ljós í reynsluakstri á S-Cross. Hann er einstaklega lipur í akstri og meðfærilegur bíll. Honum var ekið talsvert utanbæjar og fékk að glíma við bæði malbikið og malarvegi og í mölinni og í smá ófærum fór hann á kostum og minnti á að það fer einn af hæfum Suzuki bílum með mikla getu. Sprækar Boosterjet vélar Fá má S-Cross með tveimur gerðum bensínvéla hér á landi, 1,0 og 1,4 lítra Boosterjet vélum sem báðar eru með forþjöppu. Þær eru 112 og 140 hestafla og duga þessum 1,2 tonna og létta bíl ágætlega. Reynslukastursbíllinn var með stærri vélinni og er hann ári sprækur með henni og skortir aldrei afl. Í borgarakstri er S-Cross fimur bíll sem skemmtilegt er að henda fyrir hornin og hliðarhallinn alveg innan marka fyrir jeppling. Veggrip er mikið og Allgrip fjórhjóladrifið, sem er reyndar stillanlegt, sannar sig fljótt. Fá má S-Cross með báðum vélum beinskipta eða sjálfskipta, en reyndur var sjálfskipti bíllinn og virkaði sjálfskiptingin prýðisvel. Fjöðrun bílsins er fremur í harðari kantinum og fer það eftir óskum ökumanns hvort það telst til kosta eða ei. Þeir sem kjósa góða aksturseiginleika umfram mjúk þægindi fagna henni en þeir sem velja mýktina umfram hæfni í akstri telja það ókost. Mikill staðalbúnaður Hvað innréttingu bílsins varðar þá má helst setja út á fátæklegri efnisnotkun en finna má til dæmis í samkeppnisbílnum Nissan Qashqai. Þessi staðreynd á við flesta Suzuki bíla, en á móti kemur að allt er ávallt vel smíðað og bilar lítið. Svo sem eins og í Toyota bílum. Jafnvel ódýrustu gerðir S-Cross eru vel útbúnar af staðalútbúnaði. Þeir eru með hitastilltri miðstöð, skriðstilli, USB-tengi, sætishiturum, 12 volta tengjum framí og afturí, leðurklæddu stýri, bakkmyndavél, lykillausri ræsingu og hurðaropnun, 7 hátalara hljóðkerfi og þeir koma allir á 17 tommu álfelgum. Ódýrasta útgáfa S-Cross kostar 4.230.000 kr. og er hann þá beinskiptur og með minni vélinni. Reynsluakstursbíllinn með stærri vélinni kostar 4.880.000 kr. og í dýrustu GLX útgáfunni kostar hann 5.380.000 kr. Nissan Qashqai kostar frá 3.790.000 kr. og Kia Sportage frá 4.690.77 kr.Kostir: Aksturseiginleikar, stíf og sportleg fjöðrun, hæð frá vegiÓkostir: Efnisnotkun í innréttingu, Verð á dýrustu útgáfu 1,4 l. bensínvél, 140 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 128 g/km CO2 Hröðun: 10,5 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 4.230.000 kr. Umboð: Suzuki á ÍslandiEr hinn laglegasti og breyttur framendi fallegri en áður og öllu grimmari.Mjög rúmgott farangursrými og því hæfur til ferðalaga.Stílhrein en einföld innrétting en fremur rýr efnisnotkun.Sprækar BoosterJet vélar, 1,0 og 1,4 lítra og sparsamar að auki. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent
Forveri Suzuki S-Cross bílsins sem hefur fengist hér á landi í nokkur ár var Suzuki SX4, en árið 2013 var skipt um nafn og bíllinn stækkaði umtalsvert og fór farangursrými bílsins til að mynda úr 270 lítrum í 430 lítra. Bílar Suzuki eru almennt smáir og bílaframleiðendinn þekktur fyrir það, sem og gott fjórhjóladrif sem er í þeim flestum. Því má ef til vill segja að S-Cross sé fremur stór á meðal Suzuki bíla og sannarlega góður ferðabíll með 18 cm undir lægsta punkt, gott farþega- og flutningsrými og fjórhjóladrif til að komast um á erfiðari leiðum. Bíllinn hækkaði um 1 cm undir lægsta punkt við andlitslyftinguna og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur. Það er líka einhver góð ástæða fyrir því að margar bílaleigur landsins hafa valið Suzuki bíla í sína þjónustu, þar fara bílar sem henta íslenskum vegum, leigutakar komast leiðar sinnar á þeim og þar sem þeir ferðast oftast um í pörum og sjaldnar í stórum fjölskyldum eru Suzuki bílar nógu stórir til starfans. Auk þess eru þeir áreiðanlegir og kosta ekki mikið og því ekki eins dýrir í leigu og stærri fjórhjóladrifsbílar. Þetta vita margir Íslendingar og því eru bílar Suzuki vinsælir á meðal þeirra líka. Lagleg andlitslyfting Núverandi kynslóð S-Cross er orðin 3 ára og því komið að andlitslyftingu á bílnum og þessi snaggaralegi bíll orðinn fríðari og með mun grimmari framenda. Oft er talað um það að S-Cross sé einn helsti samkeppnisbíll Nissan Qashqai, sem er mest seldi jepplingur Evrópu og reyndar heimsins alls. Það fer heldur ekki hjá því að bílarnir séu líkir og það á við einn samkeppnisbílinn enn, þ.e. Kia Sportage. Þeir eru ekki bara svipaðir í útliti, heldur stærð einnig, þó svo Kia Sportage hafi vinninginn hvað farangursrými varðar. Flestir eru þó á því að Suzuki S-Cross hafi vinninginn þegar kemur að skemmtanagildi í akstri og hæfni til að glíma við erfiðari aðstæður. Það kom í ljós í reynsluakstri á S-Cross. Hann er einstaklega lipur í akstri og meðfærilegur bíll. Honum var ekið talsvert utanbæjar og fékk að glíma við bæði malbikið og malarvegi og í mölinni og í smá ófærum fór hann á kostum og minnti á að það fer einn af hæfum Suzuki bílum með mikla getu. Sprækar Boosterjet vélar Fá má S-Cross með tveimur gerðum bensínvéla hér á landi, 1,0 og 1,4 lítra Boosterjet vélum sem báðar eru með forþjöppu. Þær eru 112 og 140 hestafla og duga þessum 1,2 tonna og létta bíl ágætlega. Reynslukastursbíllinn var með stærri vélinni og er hann ári sprækur með henni og skortir aldrei afl. Í borgarakstri er S-Cross fimur bíll sem skemmtilegt er að henda fyrir hornin og hliðarhallinn alveg innan marka fyrir jeppling. Veggrip er mikið og Allgrip fjórhjóladrifið, sem er reyndar stillanlegt, sannar sig fljótt. Fá má S-Cross með báðum vélum beinskipta eða sjálfskipta, en reyndur var sjálfskipti bíllinn og virkaði sjálfskiptingin prýðisvel. Fjöðrun bílsins er fremur í harðari kantinum og fer það eftir óskum ökumanns hvort það telst til kosta eða ei. Þeir sem kjósa góða aksturseiginleika umfram mjúk þægindi fagna henni en þeir sem velja mýktina umfram hæfni í akstri telja það ókost. Mikill staðalbúnaður Hvað innréttingu bílsins varðar þá má helst setja út á fátæklegri efnisnotkun en finna má til dæmis í samkeppnisbílnum Nissan Qashqai. Þessi staðreynd á við flesta Suzuki bíla, en á móti kemur að allt er ávallt vel smíðað og bilar lítið. Svo sem eins og í Toyota bílum. Jafnvel ódýrustu gerðir S-Cross eru vel útbúnar af staðalútbúnaði. Þeir eru með hitastilltri miðstöð, skriðstilli, USB-tengi, sætishiturum, 12 volta tengjum framí og afturí, leðurklæddu stýri, bakkmyndavél, lykillausri ræsingu og hurðaropnun, 7 hátalara hljóðkerfi og þeir koma allir á 17 tommu álfelgum. Ódýrasta útgáfa S-Cross kostar 4.230.000 kr. og er hann þá beinskiptur og með minni vélinni. Reynsluakstursbíllinn með stærri vélinni kostar 4.880.000 kr. og í dýrustu GLX útgáfunni kostar hann 5.380.000 kr. Nissan Qashqai kostar frá 3.790.000 kr. og Kia Sportage frá 4.690.77 kr.Kostir: Aksturseiginleikar, stíf og sportleg fjöðrun, hæð frá vegiÓkostir: Efnisnotkun í innréttingu, Verð á dýrustu útgáfu 1,4 l. bensínvél, 140 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 128 g/km CO2 Hröðun: 10,5 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 4.230.000 kr. Umboð: Suzuki á ÍslandiEr hinn laglegasti og breyttur framendi fallegri en áður og öllu grimmari.Mjög rúmgott farangursrými og því hæfur til ferðalaga.Stílhrein en einföld innrétting en fremur rýr efnisnotkun.Sprækar BoosterJet vélar, 1,0 og 1,4 lítra og sparsamar að auki.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent