Innlent

Nágranni vakti heimilisfólkið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vaskir slökkviliðsmenn björguðu kisa í morgun.
Vaskir slökkviliðsmenn björguðu kisa í morgun.
Engan sakaði þegar eldur kom upp í íbúð við Hamraberg 26 laust fyrir klukkan átta í morgun. Nágranni á leið til vinnu hafði orðið var við brunalykt og reyk og gat vakið heimilisfólk, og var það fluttt á slysadeild til aðhlynningar.

Heimiliskötturinn varð hins vegar eftir í íbúðinni og tókst slökkviliðsmönnum að bjarga kettinum. Kötturinn var fluttur til dýralæknis þar sem hann fékk súrefni og aðhlynningu vegna reykeitrunnar.

Slökkvistarf gekk vel og tók það einungis um tvær mínútur að slökkva eldinn. Íbúðin var reykræst en að sögn slökkviliðs mátti ekki tæpara standa því mikill svartur reykur var kominn inn í íbúðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×