Innlent

Björguðu ketti úr eldsvoða í Hamrabergi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn afhentu lögreglunni köttinn, sem fór með hann til dýralæknis.
Slökkviliðsmenn afhentu lögreglunni köttinn, sem fór með hann til dýralæknis. Vísir/Stefán
Eldur kom upp í Hamrabergi í Efra-Breiðholti laust fyrir klukkan átta í morgun. Þrír voru inni í húsinu og komust þeir heilir á höldnu út áður en slökkvilið mætti á staðinn. Heimiliskötturinn varð hins vegar eftir, og björguðu slökkviliðsmenn kettinum.

Engan sakaði í eldsvoðanum og slökkvistarf gekk vel, en það tók slökkvilið um tvær mínútur að slökkva eldinn. Reykræsting hefur staðið yfir nú í morgunsárið.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×